Keisaraviður

(Endurbeint frá Cryptomeria)

Keisaraviður (Cryptomeria japonica) er japanskt tré og hið eina af ættkvíslinni Cryptomeria ("faldir hlutar") sem er af einiætt (Cupressaceae). Keisaraviður var áður talinn til Taxodiaceae. Hann er einlendur í Japan og gengur þar undir nafninu sugi (japanska: 杉).[2][3][4]

Keisaraviður
Plata úr "Flora Japonica" eftir Philipp Franz von Siebold og Joseph Gerhard Zuccarini
Plata úr "Flora Japonica" eftir Philipp Franz von Siebold og Joseph Gerhard Zuccarini
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Cryptomeria
Tegund:
C. japonica

Tvínefni
Cryptomeria japonica
(L.f.) D.Don
Samheiti
Listi
  • *Cryptomeria araucarioides Henkel & W.Hochst.
  • *Cryptomeria compacta Beissn.
  • *Cryptomeria elegans Jacob-Makoy
  • *Cryptomeria fortunei Hooibr. ex Billain
  • *Cryptomeria generalis E.H.L.Krause
  • *Cryptomeria kawaii Hayata
  • *Cryptomeria lobbiana Billain
  • *Cryptomeria lobbii (Carrière) Lavallée
  • *Cryptomeria mairei (H.Lév.) Nakai
  • *Cryptomeria mucronata Beissn.
  • *Cryptomeria nana Lindl. & Gordon
  • *Cryptomeria nigricans Carrière
  • *Cryptomeria pungens Beissn.
  • *Cryptomeria variegata Beissn.
  • *Cryptomeria viridis Beissn.
  • *Cupressus japonica Thunb. ex L.f.
  • *Cupressus mairei H.Lév.
  • *Schubertia japonica (Thunb. ex L.f.) Jacques
  • *Schubertia japonicum (Thunb. ex L. f.) Brongn.
  • *Taxodium japonicum (Thunb. ex L.f.) Brongn.
Great sugi of Kayano eða 栢野大杉

Lýsing

breyta
 
Cryptomeria japonica: (vinstri) sproti með þroskuðum könglum og óþroskuðum frókönglum efst; (miðja) sproti með fullorðinsbarri; (hægri) sproti með ungviðsbarri
 
Köngull og fræ

Keisaraviður er mjög stórt sígrænt tré, allt að 70 m hátt og 4 m í stofnþvermáli, með rauðbrúnan börk sem flagnar í láréttum flögum. Barrnálarnar liggja í spíral eftir greinunum, 0,5 - 1 sm langar og könglarnir eru hnattlaga, 1 - 2 sm í þvermál með 20–40 köngulskeljum.

Tegundin hefur verið ræktuð svo lengi í Kína að það er oft talið innfætt þar. Form sem hafa verið valin til skrauts eða til timburframleiðslu fyrir löngu í Kína hafa verið lýst sem sérstakt afbrigði Cryptomeria japonica var. sinensis (eða jafnvel sem sjálfstæð tegund, Cryptomeria fortunei), en þau eru vel innan þess breytileika sem finnst villt í Japan, og það eru engar sannanir fyrir að tegundin hafi fundist villt í Kína. Erfðagreining á frægasta stofni af Cryptomeria japonica var. sinensis á Tianmu-fjalli, sem er með tré sem eru talin tæplega 1000 ára gömul, styður þá kenningu að sá stofn sé innfluttur.[5]

 
Trjágöng við Togakushialtarið í Nagano
 
Ræktunarskógur af Cryptomeria

Búsvæði

breyta

Cryptomeria vex í skógum með djúpum jarðvegi með góðu frárennsli, og í hlýju og röku loftslagi, og vex það hratt við þau skilyrði. Það þolir illa lélegan jarðveg og kaldara og þurrara loftslag.[6]

 
Planki skorinn af Cryptomeria japonica
 
Cryptomeria japonica - bolur

Nytjar

breyta
 
Ræktað sem bonsai

Timbur Cryptomeria japonica er ilmríkt, veður, fúa og skordýraþolið, mjúkt og með lítinn þéttleika.[7][8]

Tilvísanir

breyta
  1. Thomas, P.; Katsuki, T. & Farjon, A. (2013). Cryptomeria japonica. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T39149A2886821. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T39149A2886821.en. Sótt 4. desember 2017.[óvirkur tengill]
  2. kanjiTáknið fyrir sugi er hið sama og hanzitáknið fyrir shan, sem er notað fyrir aðrar tegundir, t.d., shui shan, Metasequoia glyptostroboides.
  3. "Cryptomeria japonica". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
  4. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  5. Chen, Y.; Yang, S. Z.; Zhao, M. S.; Ni, B. Y.; Liu, L.; Chen, X. Y. (2008). „Demographic Genetic Structure of Cryptomeria japonica var. sinensis in Tianmushan Nature Reserve, China“. Journal of Integrative Plant Biology. 50 (9): 1171–1177. doi:10.1111/j.1744-7909.2008.00725.x. PMID 18924282.
  6. Fu, Liguo; Yu, Yong-fu; Mill, Robert R. "Cryptomeria". Flora of China. 4 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA..
  7. B. Anshari; Z.W. Guan; A. Kitamori; K. Jung; I. Hassel; K. Komatsub (2010). „Mechanical and moisture-dependent swelling properties of compressed Japanese cedar“. Construction and Building Materials. 25 (4): 1718–1725. doi:10.1016/j.conbuildmat.2010.11.095.
  8. „Cryptomeria jponica“ (PDF). World Agroforestry Centre. Sótt 4. desember 2014.

Viðbótarlesning

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.