Brim hf.

íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki
(Endurbeint frá Brim)

Brim hf. (áður þekkt sem HB Grandi)[1] er íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík. Fyrirtækið er eitt það stærsta á sviði fiskveiða og fiskvinnslu á Íslandi. Brim rekur líka fiskvinnslu á Akranesi og Vopnafirði.

Brim
Rekstrarform Hlutafélag
Stofnað 2004
Staðsetning Reykjavík
Starfsemi Sjávarútvegur

Sjávarútvegsfyrirtækið Grandi hf. var stofnað 8. nóvember 1985 með sameiningu Ísbjarnarins og Bæjarútgerðar Reykjavíkur (stofnuð 1934). „HB“ var bætt við nafnið þegar fyrirtækið yfirtók Harald Böðvarsson hf. á Akranesi árið 2004. Nafninu var breytt í Brim árið 2019.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „HB Grandi verður Brim og kaupir sölufélögin“. www.frettabladid.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2021. Sótt 12. maí 2021.
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.