Borgarskjalasafn Reykjavíkur
Borgarskjalasafn Reykjavíkur er héraðsskjalasafn Reykjavíkur og var stofnað 1954. Það er til húsa að Tryggvagötu 15 þar sem einnig er að finna Borgarbókasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Safnið varðveitir hátt í tíu þúsund hillumetra af skjölum, einkum frá stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar en einnig frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum. Borgarskjalasafn varðveitir einnig einkaskjalasöfn, til að mynda einkaskjalasöfn Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Mælt er fyrir um hlutverk borgarskjalasafns í samþykkt borgarinnar frá árinu 2006.[1]
Áður en Borgarskjalasafnið var stofnað 1954 voru skjöl borgarinnar geymd á Þjóðskjalasafni Íslands. Lög um héraðsskjalasöfn voru sett 1947 og reglugerð þar um 1951. Fram að árinu 1967 sá safnið bæði um varðveislu skjala og minja en það ár var minjasafnið fært í Árbæinn. Áður en núverandi bygging sem hýsir safnið við Tryggvagötu var byggð var talsverður hluti skjala borgarinnar geymdur á Korpúlfsstöðum í gamla fjósinu.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Samþykkt fyrir Borgarskjalasafn“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 26. mars 2012. Sótt 6. september 2010.
Tenglar
breyta- Heimasíða Borgarskjalasafns Reykjavíkur Geymt 11 september 2011 í Wayback Machine
- Borgarskjalasafnið 35 ára. Rætt við Svanhildi Bogadóttur borgarskjalavörð. (1989, 30. nóvember). Þjóðviljinn.
- Skjalasafn er ekki grafhýsi. Spjallað við Svanhildi Bogadóttur, nýjan borgarskjalavörð. (1987, 1. nóvember). Morgunblaðið.