Bohuslän
(Endurbeint frá Bohuslén)
Bohuslän (sænska: [ˈbûːhʉːsˌlɛːn]; ⓘ; norska: Båhuslen), einnig þekkt sem Bohuslén á íslensku, er sögulegt hérað í Gautlandi í vestur-Svíþjóð. Íbúar eru um 305.000 (2018). Norðurausturhluti Gautaborgar er í héraðinu. Í héraðinu eru þúsundir eyja og eru þær stærstu, Orust og Tjörn sitt eigið sveitarfélag. Héraðið tilheyrði Noregi frá 9. öld til 17. aldar.
Héraðið er nefnt eftir Bágahúsum (sænska: Bohus fästning), kastala sem sjálfur dregur nafn sitt af árhólmanum sem hann stendur á, Bágahólmi (nú Fästningsholmen). Árhólminn stendur í nyrðri kvísl Gautelfar, skammt frá þeim stað sem elfin greinist í tvennt, en forliðurinn bága- mun hér vísa til bágs færis í ánni neðan við hólminn.