Bjarni Jónsson (listmálari)

Bjarni Jónsson (15. september 19348. janúar 2008) var íslenskur listmálari. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1951, námi frá Handíðaskóla Íslands 1954 og frá Kennaraskóla Íslands 1955. Bjarni var kennari í Vestmannaeyjum 1955-1957 og við Flensborgarskóla í Hafnarfirði og Iðnskólann í Hafnarfirði frá 1957 til 1973 en helgaði síðan list sinni til æviloka. Hann myndskreytti fjölmargar náms- og fræðibækur en viðamesta verk hans voru skýringarteikningar í 5. bindum af bókaröðinni Íslenskum sjávarháttum. Hann gerði 60 málverk sem varðveita sögu áraskipanna og eru í eigu Þjóðminjasafns Íslands.

Heimildir

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.