Ingimarsskólinn

Gagnfræðaskóli Reykjavíkur, oftast nefndur Ingimarsskólinn eftir fyrsta skólastjóra hans, séra Ingimar Jónssyni, var gagnfræðaskóli í Reykjavík sem síðan varð Gagnfræðaskóli Austurbæjar. Hann var stofnaður árið 1928 og hét þá Ungmennaskóli Reykjavíkur en tveimur árum eftir stofnun hans voru sett lög á Alþingi um gagnfræðaskóla og hlaut hann þá nafnið Gagnfræðaskóli Reykjavíkur. Í fyrstu voru eingöngu tveir kennarar við Ungmennaskólann en það voru Ingimar skólastjóri hans og Árni Guðnason cand.mag. Sveinbjörn Sigurjónsson varð yfirkennari við Ingimarsskólann 1949 og skólastjóri 1955.

HeimildirBreyta

   Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.