Birna Arnbjörnsdóttir
Birna Arnbjörnsdóttir (f. 1952)[1] er prófessor í annarsmálsfræðum við Háskóla Íslands, forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum[2] og deildarforseti mála- og menningardeildar.[3][4]
Ferill
breytaBirna lauk BA prófi í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands árið 1976, meistaraprófi frá Háskólanum í Reading í Englandi árið 1977 og doktorsprófi í almennum málvísindum frá Texasháskóla í Austin, árið 1990.[5] Frá 1988 til 2000 var Birna lektor og síðar dósent og deildarstjóri kennaradeildar í ensku fyrir útlendinga við Notre Dame College í New Hampshire og kenndi jafnframt málvísindi og enska ritun við Háskólann í New Hampshire, Southern Maine háskóla og St. Anselm háskóla í Bandaríkjunum. Árið 2000 var Birna ráðin til Háskóla Íslands, fyrst sem lektor, síðan dósent og sem prófessor í annarsmálsfræðum frá árinu 2008.[6]
Birna hefur sinnt kennslu í málvísindum, annarsmálsfræðum, leiðbeint á sjötta tug meistaraverkefna og sex doktorsverkefna sem öll tengjast fræðasviðum Birnu.
Rannsóknir og verkefni
breytaRannsóknir Birnu hafa einkum beinst að mótum tungumála, tvíyngi og fjöltyngi einstaklinga og samfélaga auk íslensku sem erfðarmáli.[7] Doktorsverkefni Birnu fjallaði um þróun flámælis í vesturíslensku með sérstöku tilliti til félagslegra þátta. Ritgerðin kom út hjá University of Manitoba Press árið 2006.[8] Birna hefur verið virk í rannsóknum og útgáfu á erfðarmálum sérstaklega vesturíslensku,[9][10][11] m.a verið einn af stjórnendum alþjóðlegs rannsóknarnets um erfðarmál, WILA.[12] Birna hlaut ásamt Höskuldi Þráinssyni RANNÍS styrk til verkefnisins: Heritage Language, Linguistic Change and Cultural Identity[13] en afrakstur þess verkefnis kom út í bókinni Sigurtungu[14] í lok árs 2018 sem þau Höskuldur ritstýra ásamt Úlfari Bragasyni.[15]
Rannsóknarverkefni Birnu og Hafdísar Ingvarsdóttur um áhrif ensku á Íslandi, English as a Lingua Franca in Icelandic in a Changing Linguistic Environment, var einnig styrkt af Rannís[5] en niðurstöður þeirrar rannsóknar bentu til mikilla enskuáreita í íslensku samfélagi og ofmats málhafenda á enskukunnáttu sem leiðir til vandkvæða í námi og starfi.[16][17][18][19][20][21][22][23] Birna er einn af forsvarsmönnum alþjóðlegs rannsóknarnets, PRISEAL um ritun og útgáfu fræðigreina á ensku og áhrif þess á þekkingarsköpun.[24][25][26] Birna er einnig þátttakandi í öndvegisverkefni um áhrif ensku á íslensku í stafrænum heimi.[27]
Birna hefur stýrt þróun Icelandic Online[28] frá upphafi. Vefurinn felur í sér 6 námskeið með yfir 5000 námsviðföng á 5 færnistigum. Námskeiðin eru aðgengileg í tölvum og snjalltækjum, gjaldfrjáls og öllum opin.[29][30][31][32] Icelandic Online hefur stuðlað að bættu aðgengi að íslenskukennslu um allan heim og hefur hlotið mjög góðar viðtökur. Icelandic Online fékk viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra fyrir framlag þess til íslensks máls árið 2014.[33] Auk þess hefur verkefnið fengið Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands og viðurkenningu Íslenskrar málnefndar árið 2019.[34][35] Aðferðafræði og tæknihluti Icelandic Online hefur verið nýttur til að þróa Faroese Online[36] og Finland Swedish Online.[37]
Þá hefur Birna tekið þátt í verkefnum á sviði máltækni ásamt Hannesi Högna Vilhjálmssyni, Icelandic Language and Culture Training in Virtual Reykjavík, þar sem sýndarveruleiki er nýttur til tungumálanáms.[38]
Nýjustu rannsóknir Birnu eru framhald fyrri rannsókna. Annars vegar stýrir Birna verkefninu Mót vestnorænna tungumála ásamt Auði Hauksdóttur sem skoðar dönsku og ensku í sambýli við grænlensku, færeysku og íslensku. Verkefnið er styrkt af Nordplus – sprog. Hitt verkefnið er þróun og prófun nýrrrar aðferðarfræði í enskri akademískri ritun og læsi á háskólastigi sem er sérstaklega ætlað nemendum sem þurfa að tileinka sér námsefni á ensku.[39][40][41][42]
Ýmis stjórnunar- og félagsstörf
breytaBirna hefur tekið þátt ýmsum stjórnunar- og félagsstörfum. Í Bandaríkjunum tók hún þátt í að byggja upp menntun fyrir innflytjendur til New Hampshire. Hún átti sæti í fjölda nefnda og stjórna sem vörðuðu kennslu ensku sem annars máls m.a. New Hampshire Department of Education Ad Hoc Committee on Multicultural Affairs (1989-1991); New Hampshire Professional Standards for Teachers Task Force (1999-2000); Nashua, New Hampshire Title VII Advisory Council (1991); Manchester, New Hampshire Title VII Advisory Council (1992); New Hampshire Task Force on Diversity in the Health and Human Resources Sector (1998-2000).[5]
Birna var formaður félags kennara í ensku sem öðru máli í Norður Nýja Englandi frá 1998-2000[43] og fulltrúi þeirra hjá alþjóðlegum samtökum, TESOL.[44] Birna er höfundur fyrstu námskrár í íslensku sem erlendu mál (1999)[45] og er brautriðjandi á sviði fagtengdrar tungumálakennslu gegnum fyrirtæki sitt Fjölmenningu í samstarfi við íslensk stéttarfélög.[46][47][48] Birna er einn af stofnendum félagsins Móðurmál sem hefur það að markmiði að efla móðurmálsfærni barna sem flytjast til Íslands.[49][50]
Birna var fulltrúi Hug- og félagsvísinda í Háskólaráði 2006-2008, átti sæti í stjórn Landsbókasafns Íslands/Háskólabókasafns 2006-2008[51] og í stjórn Reiknistofnunar Háskóla Íslands 2012-2016. Birna hefur átt sæti í stjórn Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum frá 2010 en innan vébanda hennar er Alþjóðleg tungumálamiðstöð sem er UNESCO miðstöð II. Hún varð formaður stjórnar SVF og forstöðumaður 2018.[2]
Birna er eigandi og starfandi stjórnarformaður RASK, fyrirtækis í máltækni sem sérhæfir sig í tungumálakennslu með tölvum.
Einkalíf
breytaForeldrar Birnu voru þau Arnbjörn Ólafsson (1922-2001) og Erna Vigfúsdóttir (1929-2019) kaupmenn í Keflavík þar sem Birna ólst upp. Birna á fjögur börn[1] og fimm barnabörn.
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Mbl.is. (2005, 5. nóvember). Myndrænt og skemmtilegt“. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Stjórn“. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Mála- og menningardeild. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2019). Nýir deildarforsetar við Háskóla Íslands. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 5,0 5,1 5,2 „Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Birna Arnbjörnsdóttir“. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Birna Arnbjörnsdóttir. Prófessor annarsmálfræði Geymt 14 júní 2021 í Wayback Machine. Sótt 24.október 2019.
- ↑ Google Scholar. Birna Arnjornsdottir.
- ↑ 2006. North American Icelandic: The Life of a Language. University of Manitoba Press.
- ↑ 2015. Arnbjörnsdóttir, B. Reexamining Icelandic as a Heritage Language in North America. In Germanic Heritage Languages in North America: Acquisition, attrition and change. Edited by Janne Bondi Johannessen and Joseph C. Salmons [Studies in Language Variation 18], pp. 72–93.
- ↑ 2015. Birna Arnbjörnsdóttir & Michael Putnam. Minimum Interface Domains: Long Distance Binding in North American Icelandic. In B. Richard Page and Michael T. Putnam, (Eds.) Moribund Germanic Heritage Languages in North America: Theoretical Perspectives and Empirical Findings, pp. 203-224. Amsterdam: Brill.
- ↑ 2018. Arnbjörnsdóttir, B., Þráinsson H., and Nowenstein, Í.E. V2 and V3 Orders in North-American Icelandic. Journal of Language Contact 11, 379-412.
- ↑ Workshop on immigrant languages in the Americas Geymt 26 febrúar 2021 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. Málvísindastofnun. (2016). Mál, málbreytingar og menningarleg sjálfsmynd Geymt 14 september 2017 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskólaútgáfan. Sigurtunga Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2018. Sigurtunga í sögu og brag: Um vesturíslenskt mál og menningu. Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinnson og Úlfar Bragason (Eds). Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- ↑ 2011. Arnbjörnsdóttir, Exposure to English in Iceland: A Quantitative and Qualitative Study Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. In Netla - Menntakviku 2011. Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2017. Arnbjörnsdóttir, B. Preparing EFL students for university EMI Programs: The hidden challenge. In Fjeld, Hagen, Henriksen, Johannsen, Olsen & Prentice (eds.). Academic language in a Nordic setting – linguistic and educational perspectives. Oslo Studies in Language, 9(1).
- ↑ 2019. Arnbjörnsdóttir, B. Supporting Nordic Scholars Who Write in English for Research Publication Purposes. In Corcoran, Englander and Muresan (Eds.) Pedagogies and Policies on Publishing Research in English: Local Initiatives Supporting International Scholars. London: Routledge.
- ↑ 2007. Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttur (ritstj.). Teaching and Learning English in Iceland Geymt 21 ágúst 2019 í Wayback Machine. Reykjavík. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Háskólaútgáfan.
- ↑ 2013. Arnbjörnsdóttir, B., & Ingvarsdóttir, H. Það er gífurleg áskorun að þurfa að vera jafnvígur á að skrifa fræðigreinar á tveimur tungumálum. Ritið 3, 2013, 69-86.
- ↑ 2015. Arnbjörnsdóttir, B., & H. Ingvarsdóttir. Simultaneous Parallel Code Use: Using English in University Studies in Iceland. In Anne H. Fabricius & Bent Preisler (Eds)., Transcultural Interaction and Linguistic Diversity in Higher Education: The Student Experience. London: Palgrave.
- ↑ 2018. Language Development across the Life Span: English in Iceland. Birna Arnbjörnsdóttir & Hafdís Ingvarsdóttir (Eds). Educational Linguistics Series, Berlin: Springer.
- ↑ 2013. Ingvarsdóttir, H., & Arnbjörnsdóttir, B. ELF and Academic Writing: A Perspective from the Expanding Circle. Journal of English as a Lingua Franca, 1(2).
- ↑ 2017. Arnbjörnsdóttir, B. & Ingvarsdóttir, H. The issues of identity and voice: Writing English for Research Purposes in the semi periphery. In Global Academic Publishing: Policies, Practices, and Pedagogies. Mary Jane Curry & Theresa Lillis (Eds). Part of the series Studies in Knowledge Production and Participation, Multilingual Matters, Clevedon, UK.
- ↑ 2019. Cargill, M., Arnbjörnsdóttir, B., & Burgess, S. (Eds.) Writing and Publishing Scientific Research Papers in English.
- ↑ Vigdís Finnbogadóttir Institute of foreign languages. PRISEAL 2018. Geymt 14 júní 2021 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ MOLICODILACO. Modeling the Linguistic Consequences of Digital Language Contact. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Icelandic online. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2004. Teaching Morphologically Complex Languages Online: Theoretical Questions and Practical Answers. In Peter Juul Hendrichsen (ritstj.) CALL for the Nordic Languages. Copenhagen Studies in Language. Copenhagen: Samfundslitteratur.
- ↑ 2006. Orðabækur, málfræðigrunnar og netkennsla. Orða og tunga 8. Orðabók Háskólans.
- ↑ 2008. Kennsla tungumála á netinu: Hugmyndafræði og þróun Icelandic Online Hrafnaþing 5. árg.
- ↑ 2008. Birna Arnbjörnsdóttir og Matthew Whelpton (ritstj.) Open Source and Language Teaching. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur/Háskólaútgáfan.
- ↑ Stjórnarráð Íslands. (2014). Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2014. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2019). Íslensk málnefnd verðlaunar Vísindavefinn og Icelandic Online. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Íslensk málnefnd. Viðurkenning Íslenskrar málnefndar 2019 Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Faroese Online Geymt 13 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Finland Swedish Online. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Bédi, B., Arnbjörnsdóttir, B., Vilhjálmsson, H. H., Helgadóttir, H. E., Ólafsson, S. og Björgvinsson, E. (2016). Learning Icelandic language and culture in Virtual Reykjavik: starting to talk Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2015. Ingvarsdóttir, H., & Arnbjörnsdóttir, B. English in a new linguistic context: Implications for higher education. In S. Dimova, A. Hultgren and Ch. Jensen (Eds.), The English Language in Teaching in European Higher Education, 2014. Berlin: Mouton Gruyter.
- ↑ 2014. Arnbjörnsdóttir, B., & Prinz, P. An English Academic Writing Course for Secondary Schools: A Pilot Study Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Netlu- Vefriti um Uppeldi og menntun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ásamt Patriciu Prinz.
- ↑ 2017. Arnbjörnsdóttir, B. & Prinz, P. From EFL to EMI: Developing writing skills for the Humanities. ESP Today. 5(2), 5-23.
- ↑ 2020. The Art and Architecture of Academic Writing: A Gateway to Genres Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Patricia Prinz & Birna Arnbjörnsdóttir. Amsterdam: John Benjamins.
- ↑ NNETESOL. Northern New England TESOL Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ [www.tesol.org Tesol. International association]. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Aðalnámskrá grunnskóla. Íslenska. 1999. Sótt 24. október 2019.
- ↑ 2006. The HB Grandi Experiment: A Workplace Language Program. In “Second Languages at Work”. Karen-Margrete Frederiksen, Karen Sonne Jakobsen, Michael Svendsen Pedersen og Karen Risager (ritstj.). IRIS Publications 1. Roskilde University.
- ↑ 2007a. Samfélag málnotenda: Íslendingar, innflytjendur og íslenskan. Ritið 7. árg., 1/2007. Reykjavík: Hugvísindastofnun, bls. 63-83.
- ↑ 2007b. Islandsk som andet sprog – et forskningsfelt under udvikling. NORAND. Nordisk tidskrift for andrespraksforskning, árg. 2.1.
- ↑ Ragna Gestsdóttir. (2019, 16. maí). Móðurmál – Samtök um tvítyngi á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun 2019. DV. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Heimili og skóli. Landssamtök foreldra. Móðurmál – samtök um tvítyngi heimsótt með ráðherra Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 24. október 2019.
- ↑ Landsbókasafn Íslans. Ársskýrsla 2008. Sótt 24. október 2019.