Auður Hauksdóttir
Auður Hauksdóttir (f. 1950) er prófessor í dönsku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.
Auður Hauksdóttir | |
---|---|
Fædd | 12. apríl 1950 Reykjavík |
Störf | Prófessor í dönsku við Háskóla Íslands |
Ferill
breytaAuður fæddist í Reykjavík 12. apríl 1950.[1] Hún lauk BA-prófi í dönsku og heimspeki frá Háskóla Íslands 1977, kandídatsprófi í dönsku frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1987 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1998.[2]
Frá 1979 kenndi Auður dönsku við Flensborgarskólann í Hafnarfirði uns hún hóf doktorsnám við Kaupmannahafnarháskóla árið 1993. Hún er löggiltur skjalaþýðandi og menntaður leiðsögumaður og hefur sinnt bæði þýðingarverkefnum og leiðsögn. Á árunum 1995 til 1998 var Auður lektor í dönsku við Kennaraháskóla Íslands, en árið 1998 var hún ráðin lektor í dönsku við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hún varð dósent árið 2003 og prófessor 2014. Auður hefur kennt fjölmörg námskeið um danskt mál og málnotkun og um tengsl íslensku og dönsku. Auður var formaður Skorar þýsku og Norðurlandamála á árunum 1999–2001 og sat í stjórn Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands á árunum 2001 til 2018.[3]
Auður var forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum frá því að henni var komið á fót árið 2001[4] til ársins 2018. Hún sat í byggingarnefnd um hús Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og átti sæti í dómnefnd um bygginguna. Þá vann hún að undirbúningi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar[5] og var stjórnarformaður Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar, sem er starfrækt undir merkjum UNESCO, frá árinu 2014 til haustsins 2018.[6]
Rannsóknir
breytaRannsóknir Auðar hafa einkum beinst að dönsku sem erlendu tungumáli og danskri tungu og menningu á Íslandi í sögu og samtíð.[7][8]Doktorsritgerð hennar, Lærerens strategier – elevernes dansk,[9] fjallar um dönskukennslu í íslenskum skólum.[10] Þá hefur hún rannsakað hvernig íslenskum námsmönnum gengur að nota dönsku í framhaldsnámi í Danmörku.[11] Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í bókinni Dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst: Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark sem kom út í seríunni Københavnerstudier i tosprogethed og fræðimenn við Kaupmannahafnarháskóla standa að.[12]
Auður hefur einnig unnið að rannsóknum á dönskum orðasamböndum í samanburði við íslensku og er afrakstur þeirra m.a. veforðabók á netinu yfir föst orðasambönd á dönsku og íslensku,[13] en hún var eitt þeirra verkefna sem hlaut Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2010.[14]
Auður stóð ásamt Guðmundi Jónssyni, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, og Erik Skyum-Nielsen, lektor í bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla, fyrir verkefninu Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Danir á Íslandi 1900–1970.[15] Niðurstöður þeirrar rannsóknar er m.a. að finna í bókinni Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900–tallet.[16][17] Í tengslum við rannsóknina komu forsvarsmenn hennar upp heimasíðu,[18] sem hefur að geyma ýmsar heimildir sem snerta Dani og dönsk áhrif á Íslandi.
Auður fer nú fyrir norrænni rannsókn á tengslum færeysku, íslensku og norsku við danska tungu á tímabilinu 1890–1920. Þá er hún ásamt Birnu Arnbjörnsdóttur prófessor í forystu fyrir rannsókn á tengslum færeysku, grænlensku og íslensku við dönsku og ensku í samtímanum.
Ýmis störf og verkefni
breytaAuður hefur sinnt fjölmörgum trúnaðarstörfum bæði á Íslandi og erlendis. Má nefna að hún hefur setið í stjórn sjóðsins Stiftelsen Clara Lachmanns Fond[19] frá árinu 2007, átt sæti í fulltrúaráði Hins íslenska bókmenntafélags frá 2015[20] og í stjórn Snorrastofu[21] frá 2018.[22] Auður átti sæti í alþjóðlegum ráðgjafahópi um framtíð tungumála í grænlenskum skólum sem starfaði á vegum grænlensku heimastjórnarinnar á árunum 2017–2018.[23] Þá átti hún tvívegis sæti í samnorrænni nefnd á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem var falið að skrifa ramma og verkáætlun fyrir norrænt málasamstarf, annars vegar á tímabilinu 1996–2000 og hins vegar 2004–2006. Auður sat í stjórn Endurmenntunarstofnunar á árunum 1986–1996 og í stjórn Hins íslenska kennarafélags á árunum 1987–1989.[3]
Viðurkenningar
breytaÍ janúar 2017 sæmdi Margrét Danadrottning Auði riddarakrossi Dannebrogsorðunnar af fyrstu gráðu. Áður, í febrúar 2008, hafði hún verið sæmd riddarakrossi Dannebrogsorðunnar sem viðurkenningu fyrir mikilvægt framlag í þágu dönskukennslu og rannsókna á danskri tungu og menningu og fyrir að hafa stuðlað að auknum skilningi og jákvæðum tengslum milli Íslands og Danmerkur.[24]
Einkalíf
breytaAuður er dóttir Hauks Magnússonar húsasmíðameistara (1913–1988) og Kristínar Þorleifsdóttur húsmóður (1925). Eiginmaður Auðar er Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkisskattstjóri og eiga þau tvö börn, Hauk og Kristínu.[25]
Helstu ritverk
breytaBækur
breyta- Auður Hauksdóttir. 2012. Dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst: Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark. Køben-havnerstudier i tosprogethed, nr. 68. Kaupmannahöfn: Kaupmannahafnarháskóli.
- Auður Hauksdóttir. 2001. Lærerens strategier – elevernes dansk. Dansk som fremmedsprog i Island. Kaupmannahöfn: Nordisk Ministerråd. TemaNord.
- Auður Hauksdóttir. 1990. [ http://dan-is.is/wp-content/uploads/2016/06/Dansk-som.pdf Dansk som fremmedsprog i de islandske gymnasieskoler]. Reykjavík: Stofnun í erlendum málum við Háskóla Íslands.
Greinar
breyta- Auður Hauksdóttir. 2018. „Íslensk málrækt í dönskum jarðvegi. Tengsl dönsku og íslensku á fyrri hluta nítjándu aldar“. Skírnir 192 (2): 229–272.
- Auður Hauksdóttir. 2016. „Björguðu Danir íslenskunni? Um tengsl íslensku og dönsku á átjándu öld“. Skírnir 190 (2): 420–457.
- Auður Hauksdóttir. 2016. „The Role of the Danish Language in Iceland“. Linguistik Online 79 (5): 77–91.
- Auður Hauksdóttir, Jørn Lund, Ulla Börestam. 2016. „Language and Culture Link Us Together“. Nordic Ways. Washington: The Johns Hopkins University, Center for Transatlantic Relations, 91–99.
- Auður Hauksdóttir. 2015. „At klare sig på dansk som fremmedsprog i en akademisk kontekst“. Nordand : nordisk tidsskrift for andrespråksforskning 10 (2): 25–52.
- Auður Hauksdóttir. 2015. „Enska í framhaldsnámi Íslendinga í Danmörku“. Whelpton, Matthew, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir, Martin Regal (ritstj.). An intimacy of Words/Innileiki orðanna. Essays in Honour of Pétur Knútsson. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfan, 218–224.
- Auður Hauksdóttir. 2015. „Islændingenes m¬øde med dansk sprog“. Auður Hauksdóttir, Erik Skyum-Nielsen og Guðmundur Jónsson (ritstj.). Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet. Kaupmannahöfn: Vandkunsten og Háskólaútgáfan, 165–222.
- Auður Hauksdóttir, Erik Skyum-Nielsen og Guðmundur Jónsson. 2015. „Indledning: En anderledes historie om to landes samkvem“. Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet. Kaupmannahöfn: Vandkunsten og Háskólaútgáfan, 21–37.
- Henrichsen, Peter Juel og Auður Hauksdóttir. 2015. „Talebob – den tålmodige transnordiske udtaletræner“. Duncker, Dorthe, Eva Skafte Jensen og Ole Ravnholt (ritstj.). Rette ord.
- Festskrift til Sabine Kirchmeier-Andersen i anledning af 60-årsdagen. København: Dansk Sprognævns skrifter 46, 159–170.
- Auður Hauksdóttir. 2014. „Sprogværktøjet Frasar.net. Om fraser og fraseindlæring anskuet kontrastivt“. Språk i Norden, 68–82.
- Auður Hauksdóttir. 2014. „Um dönskukunnáttu Íslendinga á nítjándu öld“. Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu 6: 13–42.
- Auður Hauksdóttir. 2013. „Language and the Development of National Identity : Icelanders' Attitudes to Danish in Turbulent Times“. Christiansen, Lene Bull, Kirsten Hvenegård-Lassen og Nanna Kirstine Leets Hansen (ritstj.).‘Made in Denmark’. Investigations of the dispersion of ‘Danishness’. KULT 11: 65–94.
- Auður Hauksdóttir. 2012. „At komme til orde på et mundret dansk. Om fraser, fraseindlæring og fraseværktøj anskuet kontrastivt“. Heegård, Jan og Peter Juel Henrichsen (ritstj.). Speech in Action. Proceedings of the 1st SJUSK Conference on Contemporary Speech Habits. Copenhagen Studies in Language 42: 123–142.
- Auður Hauksdóttir. 2012. „Sproglig og kulturel diversitet – målet for et UNESCO-center i Island“. Sprogforum. Tidsskrift for Sprog- og Kulturpædagogik 18 (55): 79–84.
- Auður Hauksdóttir. 2011. „Danske minder i Island. Om mødet mellem dansk og islandsk kultur“. Danske studier – tidsskrift for dansk sprog, studier og folkeminder 106: 5–49.
- Auður Hauksdóttir. 2011. „„Yderst mod Norden lyser en ø ...“': strejflys over islændingenes møde med dansk og norsk sprog og kultur“. Akselberg, Gunnstein og Edit Bugge (ritstj.). Vestnordisk språkkontakt i 1200 år. Þórshöfn: Faroe University Press, 39–78.
- Auður Hauksdóttir. 2009. „Frá fornum málum til nýrra. Um kennslu erlendra tungumála á Íslandi í sögulegu ljósi“. Milli mála. Ársrit Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur 1: 11–53.
- Auður Hauksdóttir. 2007. „Idiomerne glimrer ved deres fravær Om dansk-islandsk idiomatik“. Jørgensen, Henrik og Peter Widell (ritstj.). Det bedre argument! Árósar: Wessel og Huitfeldt, 197–215.
- Auður Hauksdóttir. 2005. „CALL i undervisningen i nordiske sprog på akademisk niveau“. Holmboe, Henrik (ritstj.). Nordisk Sprogteknologi. Årbog for Nordisk Sprogteknologisk Forskningsprogram 2000–2004. Kaupmannahöfn: Museum Tusculanums Forlag, 173–187.
- Auður Hauksdóttir. 2005. „Hvorfor undervises der i dansk i Island?“ Auður Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen (ritstj.). Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden : Hyldest til Vigdís Finnbogadóttir. Islands præsident 1980–1996. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 157–170.
- Auður Hauksdóttir. 2004. „CALL for Communicative competence in Foreign Languages“. Henrichsen, Peter Juel (ritstj.). CALL for the Nordic Languages. Tools and Methods for Computer Assisted Language Learning. Copenhagen Studies in Language 30: 9–32.
- Auður Hauksdóttir. 2004. „„Født i syttenhundrede og surkål“ og „hefur lagt frá sér tréklossana““. Jørgensen, Henrik og Peter Stray Jørgensen (ritstj.). í samvinnu við Birgitte Skovby Rasmussen og Ole Ravnholt. På godt dansk : Festskrift til Henrik Galberg Jacobsen i anledning af hans 60 års fødselsdag den 4. februar 2004. Árósar: Wessel og Huitfeldt, 123–133.
- Auður Hauksdóttir. 2003. „Dansk som fremmedsprog i Island – tradition og nytænkning“. Holmen, Anne, Esther Glahn og Hanne Ruus (ritstj.). Veje til dansk – forskning i sprog og sprogtilegnelse. Kaupmannahöfn: Akademisk Forlag, 169–217.
Ritstjórn
breyta- Auður Hauksdóttir (ritstj.). 2018. Sprog åbner verdener. Ord til Vigdís. Þýðing Erik Skyum-Nielsen. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
- Auður Hauksdóttir ásamt Guðmundi Jónssyni og Erik Skyum-Nielsen (ritstj.). 2015. Á mótum danskrar og íslenskrar menningar 1900–1970. Kaupmannahöfn: Vandkunsten og Háskólaútgáfan.
- Auður Hauksdóttir (ritstj.). 2010. Tungumál ljúka upp heimum: Orð handa Vigdísi. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
- Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir (ritstj.). 2007. Mál málanna. Um nám og kennslu erlendra tungumála. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskólaútgáfan.
- Auður Hauksdóttir, Erik Skyum-Nielsen og Jørn Lund (ritstj.). 2005. Ordenes slotte. Om sprog og litteratur i Norden. Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
- Auður Hauksdóttir, Birna Arnbjörnsdóttir, María Garðarsdóttir og Sigríður Þorvaldsdóttir (ritstj.). 2002. Forskning i nordiske sprog som andet – og fremmedsprog. Rapport fra konference i Reykjavík 23.–25. maj 2001. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Heimildir
breyta- ↑ Mbl.is. (2001, 20. maí). Samnorræn ráðstefna. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Vigdis Finnbogadottir Institute of foreign languages. Auður Hauksdóttir Professor of Danish language at the University of Iceland Geymt 28 september 2020 í Wayback Machine. Sótt 25. október 2019.
- ↑ 3,0 3,1 „Háskóli Íslands. Auður Hauksdóttir. Prófessor danska. Ferilskrá“. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Svavar Hvarðsson. (2006, 29. júlí). Tungumálin eru lykill heimsins (bls. 30-31). Fréttablaðið. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Hugvísindasvið Háskóla Íslands (2011, 8. desember). Viðburðaríkir dagar hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Magnús Guðmundsson. (2017, 15. apríl). Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu. Visir.is. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Danske minder i Island (Danske studier 2011). Sótt 25. október 2019.
- ↑ Google Scholar. Auður Hauksdóttir. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Auður Hauksdóttir. (2001). Lærerens strategier - elevernes dansk. Dansk som fremmedsprog i Island. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Gunnar Hersveinn. (1999, 16. mars). Árangurinn veltur á kennaranum. Morgunblaðið. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Mbl.is. (2013, 6. ágúst). Innlegg í umræðu um tungumálakennslu. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Auður Hauksdóttir. (2012). DANSK SOM FREMMEDSPROG I EN AKADEMISK KONTEKST. Om islændinges behov for danskkundskaber under videreuddannelse i Danmark. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Frasar.net. Dansk–islandsk sproghjælp Geymt 22 september 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. október 2019.
- ↑ RÚV. (2010, 19. nóvember). Hagnýtingarverðlaun HÍ afhent. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Mbl.is. (2009, 26. september). Dönsk áhrif á Íslandi. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (2015). Á mótum danskrar og íslenskrar menningar. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Den brogede verden. Gullfoss. Mødet mellem dansk og islandsk kultur i 1900-tallet Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Thomas Petersen. Sótt 25. október 2019.
- ↑ DAN-IS. Mødet mellem dansk og islandsk kultur. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Clara Lachmanns stiftelse. Styrelsen. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Hið íslenska bókmenntafélag. Kosning. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Snorrastofa. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Borgarbyggð. (2018). 173. fundur[óvirkur tengill]. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Naalakkersuisut. Government of Greenland. Ekspertgruppens rapport vedrørende styrkelse af sprogtilegnelse Geymt 25 október 2019 í Wayback Machine. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Mbl.is. (2008, 29. febrúar). Auður Hauksdóttir sæmd dönskum riddarakrossi. Sótt 25. október 2019.
- ↑ Mbl.is. (2002, 4. apríl). Frá stafsetningu til stöðu dönsku. Sótt 25. október 2019.