Hafdís Ingvarsdóttir

Hafdís Ingvarsdóttir er fyrrum prófessor í menntunarfræði við Háskóla Íslands.[1]

Hafdís Ingvarsdóttir
StörfPrófessor emeritus í menntunarfræði við Háskóla Íslands

Ferill

breyta

Hafdís Ingvarsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík (1964), kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands (1965) og BA prófi í dönsku og sagnfræði frá Háskóla Íslands (1968). Jafnframt BA náminu kenndi hún við Hagaskóla í Reykjavík. Hún stundaði síðan framhaldsnám í dönsku máli og bókmenntun við Kaupmannahafnarháskóla (1969-1971). Að námi loknu tók hún aftur upp kennslu við Hagaskóla til 1981 en kenndi jafnframt við Verslunarskóla Íslands og gegndi fullri stöðu þar til 1988 er hún hóf störf við Háskóla Íslands fyrst sem kennslustjóri en var skipuð lektor 1997. Hún er með meistaragráðu í kennslufræði frá Háskólanum í Reading(en) í Englandi með áherslu á tungumálanám og kennslu (hagnýt málvísindi) (1993). Doktorsprófi í menntunarfræði lauk hún frá sama háskóla (2003). Hafdís var skipuð prófessor í menntunarfræði 2009.[2]

Rannsóknir

breyta

Hafdís hefur fengist við margvíslegar rannsóknir tengdar kennslu- og menntunarfræðum. Hún hefur lagt sig eftir að skoða kennsluhætti og starfsþróun kennara og hvaða leiðir séu vænlegastar til að efla vöxt kennara í starfi. Rannsóknir hennar hafa einkum skipst í þrjá þætti sem þó skarast: rannsóknir á starfskenningum kennara, rannsóknir á kennslu og rannsóknir á kennaramenntun.[2] Doktorsritgerð hennar fjallar um starfskenningar kennara og áhrif þeirra á starfið: "The heart of the matter: the nature, use, and formation of teachers' subjective theories in secondary schools in Iceland."[3] Í því skyni að efla kennara í starfi og þróa til þess leiðir hefur Hafdís unnið með og þróað frekar hugtakið starfskenning, einkum starfskenningu fagkennarans (e.teacher‘s subjective theories) og tengsl þeirra við ígrundun. Ennfremur hefur hún skilgreint og unnið með hugtakið bandamenn sem mikilvægt hugtak til að efla samstarf og samvinnu kennara.[2] Hafdís hefur einnig rannsakað stöðu enskunnar og enskukennslu á Íslandi í grunn- framhalds- og háskólum. Síðasta áratug hefur hún unnið að langtímarannsókn (í samstarfi við Birnu Arnbjörnsdóttur prófessor) að stöðu enskukennslu á Íslandi.[4]

Hafdís hefur takið þátt í fjölda evrópskra þróunarverkefna tengda kennarastarfinu auk rannsókna tengdri kennaramenntun. Hún hefur starfað ötullega að símenntun kennara og haldið fjölmörg námskeið og vinnustofur í því skyni. Hún hefur flutt fyrirlestra um rannsóknir sínar á fjölda alþjóðlegra ráðstefna. Skrif hennar hafa birst bæði hérlendis og erlendis í bókarköflum og ritrýndum greinum.[2]

Ýmis störf og verkefni

breyta

Hafdís hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan lands og utan á vegum menntamálaráðuneytis og innan Háskóla Íslands. Hún var í samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara þar sem hún sat sem fulltrúi Háskóla Íslands (1992-2009). Nefndin hafði það hlutverk að móta stefnu um endurmenntun framhaldsskólakennara og úthluta fé til endurmenntunar framhaldsskóla.[2] Þá sat hún í nefnd um evrópska kennaramenntun 2010 en hún var tilnefnd af menntamálaráðuneyti 2006-2008. Enn fremur sat Hafdís í nefnd á vegum menntamálaráðherra sem hafði það hlutverk að setja fram tillögur um framtíðarskipan kennaranáms 2005-2006 en hún var tilnefnd af Háskóla Íslands.[5] Hún var fulltrúi HÍ í landsnefnd sem var ráðgefandi fyrir menntamálaráðherra um hvort og þá hvernig megi innleiða notkun evrópsku tungumálamöppunnar ETM í íslenska skóla 2002-2006.[6][7] Á árunum 2003-2009 sat hún í framkvæmdastjórn (excecutive commitee) ISATT - International Study Association of Teachers and Teaching - en það eru alþjóðleg samtök rannsakenda sem leggja stund á rannsóknir á kennurum og kennslu. Þá átti Hafdís sæti í ráðgjafanefnd The UK Council for Graduate Education frá 2006-2010.[2] Hún var jafnframt einn af stofnendum og fyrsti formaður Samtaka tungumálakennara (STÍL) 1985 – 1989.[8]

Viðurkenningar

breyta

Árið 2016 hlaut Hafdís viðurkenningu alþjóðasamtaka tungumálakennara „Fédération Internationale des Professeurs de Langues Vivantes“ (FIPLV) fyrir framlag sitt til tungumálakennslu – og náms.[9]

Nokkur ritverk

breyta

Bókarkaflar

breyta

Greinar

breyta

Bækur

breyta

Heimildir

breyta
  1. Hafdís Ingvarsdóttir. Prófessor emeritus. Sótt 21. ágúst 2019.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 „Hafdís E. Ingvarsdóttir. Uppeldis- og menntunarfræði“. Sótt 21. ágúst 2019.
  3. Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga. Hafdís Ingvarsdóttir.
  4. University of Iceland. (2018). The impact of English on the Icelandic speech community. Sótt 21. ágúst 2019.
  5. Menntamálaráðuneytið. (2006). Tillögur starfshóps um framtíðarskipan kennaramenntunar. Sótt 21. ágúst 2019
  6. Menntamálastofnun. tungumálamappan fyrir framhaldsskólastig
  7. Menntamálastofnun. Evrópska tungumálamappan fyrir grunnskólastig
  8. Pétur Rasmussen. (2014). Mér hefur alltaf fundist danska svo fallegt tunugmál. Málfríður. Tímarit Samtaka tungumálakennara, 30(1): 5-9.
  9. STÍL – Samtök tungumálakennara á Íslandi – The Association of Language Teachers in Iceland. Heiðursverðlaun FIPLV. Sótt 21. ágúst 2019