Billboard

Bandarískt tónlistartímarit
(Endurbeint frá Billboard (tímarit))

Billboard er bandarískt tónlistartímarit sem var stofnað árið 1894. Það er best þekkt fyrir að gera lista yfir mest seldu stutt- og breiðskífurnar í Bandaríkjunum. Virtustu listarnir eru þeir Billboard Hot 100 (fyrir stuttskífur) og Billboard 200 (fyrir breiðskífur). Að auki gefur það út aðra lista sem tengjast nokkrum tónlistarstefnum, bæði fyrir lög og plötur, og lista yfir lögin sem hljóta mestu útvarpsspilun.

Billboard
RitstjóriHannah Karp
Fyrri ritstjórarLee Zhito, Tony Gervino, Bill Werde, Tamara Conniff
FlokkarSkemmtun
ÚtgáfutíðniVikuleg
Upplag17.000 tímarit á viku
ÚtgefandiLynne Segall
StofnandiWilliam Donaldson og James Hennegan
Stofnár1. nóvember 1894; fyrir 130 árum (1894-11-01) (sem Billboard Advertising)
ÚtgefandiEldrige Industries
LandBandaríkin
HöfuðstöðvarNew York, New York
Tungumálenska
Vefurbillboard.com
ISSN0006-2510

Fyrsta útgáfa tímaritsins var gefið út 1. nóvember 1894. Ritið var 8 blaðsíður og kostaði 10 bandarísk sent. Einnig var boðið upp á ársáskrift sem kostaði 90 sent. Höfuðstöðvarnar á þeim tíma voru við 11 W. Eight Street í Cincinnati, heimili William H. Donaldson og James H. Hennegan. Núverandi höfuðstöðvar eru í New York með skrifstofur í Boston, London, Los Angeles, Miami og Nashville. Þar að auki er tímaritið með ritstjórn í ýmsum stórborgum um allan heim.

Tenglar

breyta
   Þessi dagblaðs eða tímaritagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.