Blóðbeyki
Blóðbeyki (fræðiheiti: Fagus sylvatica Purpurea) er afbrigði af trjátegundinni skógarbeyki. Blöðin eru purpuralit. Blóðbeyki er meðalharðgert, skuggþolið, hægvaxta garðtré sem þarf skjólgóðan og hlýjan vaxtarstað og vel framræstan, frjóan og kalkríkan jarðveg.