Basknesk-íslenskt blendingsmál
Basknesk-íslenskt blendingsmál var blendingsmál með innblæstri frá baskneskum, germönskum og rómönskum tungumálum. Það er varðveitt í íslenskum handritum með orðasöfnum frá 17. og 18. öld. Tungumálið var sennilega notað í samskiptum milli baskneskra sjómanna og þjóða við strendur Norður-Atlantshafsins, þar á meðal íslensks alþýðufólks í Vestfjörðum. Óvíst er hvar blendingsmálið varð til. Það getur hafa orðið til á Íslandi en vegna annarra evrópskra tungumála, sem koma við sögu, er hugsanlegt að málið hafi þróast annars staðar og að Baskarnir hafi komið með málið til Íslands, þar sem það varð skrifað niður.[a][1]
Í skjali AM 987 4:to, sem er varðveitt hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, eru tvö basnesk-íslensk orðasöfn með nöfnunum Vocabula Gallica ('frönsk orð') og Vocabula Biscaica ('Biskaja-orð'). Í lok Vocabula Biscaica, sem samtals inniheldur 278 orð, setningar og töluorð, eru sumar baskneskar setningar blandaðar með ensku, frönsku, hollensku, spænsku og þýsku orði. Basknesk-íslenskt blendingsmál er sem sé ekki blanda af basknesku og íslensku, heldur af basknesku og öðrum málum. Nafn sitt hefur það af því að það var skrifað niður á Íslandi og þýtt á íslensku.
Blendingsmálaþættir í Vocabula Biscaica
breytaOrðanúmer | Baskneska orðasafnsins | Nútimanleg baskneska | Íslenska orðasafnsins | Íslenska |
---|---|---|---|---|
193 & 225 | presenta for mi | Emadazu | giefdu mier | Gefðu mér |
196 | bocata for mi attora | Garbitu iezadazu atorra | þvodu fyrer mig skyrtu | Þvoðu fyrir mig skyrtu |
209 | fenicha for ju | Izorra hadi! | liggia þig | Móðgun samsvarandi „fuck you!“[b] |
216 | presenta for mi locaria | Eman niri lokarriak | giefdu mier socka bond | Gefðu mér sokkaband |
217 | ser ju presenta for mi | Zer emango didazu? | hvad gefur þu mier | Hvað gefur þú mér? |
218 | for mi presenta for ju biskusa eta sagarduna | Bixkotxa eta sagardoa emango dizkizut | Eg skal gefa þier braudkoku og Syrdryck | Ég skal gefa þér brauðköku og súrdrykk |
219 | trucka cammisola | Jertse bat erosi | kaufftu peisu | Kauptu peysu |
220 | sumbatt galsardia for | Zenbat galtzerditarako? | fyrer hvad marga socka | Fyrir hvað marga sokka? |
223 | Cavinit trucka for mi | Ez dut ezer erosiko | eckert kaupe eg | Ekkert kaupi ég |
224 | Christ Maria presenta for mi Balia, for mi, presenta for ju bustana | Kristok eta Mariak balea bat emango balidate isatza emango nizuke nik | gefe Christur og Maria mier hval, skal jeg gefa þier spordenn | Gefi Kristur og María mér hval, skal ég gefa þér sporðinn |
226 | for ju mala gissuna | Gizon gaiztoa zara | þu ert vondur madur | Þú ert vondur maður |
227 | presenta for mi berrua usnia eta berria bura | Emaidazu esne beroa eta gurin berria | gefdu mier heita miölk og nyt smior | Gefðu mér heita mjólk og nýtt smjör |
228 | ser travala for ju | Zertan egiten duzu lan? | hvad giorer þu | Hvað gerir þú? |
Orðanúmer töflunnar eru eins og í AM 987 4:to. Setningarnar á blendingsmálinu og íslensku eru sóttar frá Deen, bls. 102-105. Nútímalegu basknesku setningarnar koma frá basknesku, ensku og frönsku Wikipediunni.
Orð af baskneskum uppruna
breyta- atorra, atorra „skyrta“
- balia, balea „hvalur“
- berria, berria „nýr“
- berrua, beroa „heitur“
- biskusa, bixkotxa „kaka“
- bocata[c][2]
- bustana, buztana „hali“
- eta, eta „og“
- galsardia, galtzerdia „sokkur“
- gissuna, gizona „maður“
- locaria, lokarria „band“
- sagarduna, sagardoa „eplavín“
- ser, zer „hvað“
- sumbatt, zenbat „hve margir“
- usnia, esnea „mjólk“
Orð af germönskum uppruna
breyta- cavinit, fornhollensku gaar niet „ekkert“[d] eða lágþýsku kein bit niet „ekki neitt“[e][3]
- for í setningunni sumbatt galsardia for þýðir „fyrir“ og getur komið frá mörgum mismunandi germönskum tungumálum[f][4]
- for ju, notuð fyrir bæði „þú“ og „(fyrir) þér“, ensku for you „fyrir þér“
- for mi, notuð fyrir bæði „ég“ og „(fyrir) mér“, ensku for me „fyrir mér“
Orð af rómönskum uppruna
breyta- cammisola, spænsku camisola „blússa“
- fenicha, spænsku fornicar „stunda hjúskaparbrot“
- mala, frönsku eða spænsku mal „slæmur“ eða „vondur“
- travala, spænsku trabajar „vinna“
- trucka, spænsku trocar „skipta“
Einnig annars staðar í Vocabula Biscaica og hinu basknesk-íslenska orðasafni eru mörg frönsk og spænsk orð. Til dæmis er baskneska orðið eliza „kirkja“ í byrjun orðasafnsins tengt frönska orðinu église og spænska orðinu iglesia. Þetta er þó ekki ummerki blendingsmálsins, heldur afleiðing af áhrifum frönsku og spænsku á basknesku í gegnum tíðina, enda hefur baskneska tekið mörg tökuorð frá grannþjóðum sínum.[g] Auk þess geta margir basknesku sjómannanna sem komu til Íslands haft verið fjöltyngdir og talað frönsku og/eða spæsku. Það mundi til dæmis útskýra af hverju já er þýtt með bæði basknesku bai og frönsku vÿ (nútímaleg stafsetning oui) í lok Vocabula Biscaica.[h][i]
Saga orðasafnanna
breytaEintakið sem er varðveit af Vocabula Biscaica er afritun gerð af Jóni Ólafssyni úr Grunnavík. Jón Helgason á Kaupmannahafnarháskóla fann afritunina, saman með Vocabula Gallica, á 3. áratug 20. aldar. Hann afritaði orðasöfnin, þýddi íslensku orðin á þýsku og sendi svo afritin til prófessors Christianusar Corneliusar Uhlenbeck í háskólanum í Leiden í Hollandi. Uhlenbeck var nafntogaður baskneskufræðingur en hann hætti við háskólann árið 1926 og gaf þess vegna orðasöfnin nemanda sínum, Nicolaas Gerard Hendrik Deen. Deen skrifaði doktorsritgerð sína um basknesk-íslensku orðasöfnin tvö, auk annars skjals með slitrum úr þriðja orðasafninu. Ritgerðin hét Glossaria duo Vasco-Islandica en hún var skrifuð á latínu en meirihluti orðanna var þýddur á þýsku og spænsku.[j] Árið 1986 kom frumhandritið með orðasöfnunum aftur frá Danmörku til Íslands.[k]
Slitrin af þriðja orðasafnsinu, sem nú er glatað, eru í bréfi skrifuðu af Sveinbirni Egilssyni. Í bréfinu nefndi hann skjal með átta blaðsíðum. „Þeim fylgdu 2 blöð eins stór með kátlegar glósur mér hreint óskiljandi“,[l] skifaði Sveinbjörn en svo afritaði hann ellefu orð eins og dæmi. Orðasafnið hefur síðar glatast en bréfið með dæmunum ellefu er enn til á Landsbókasafni Íslands.[j] Þó eru engin blendingsmáladæmi þar á meðal.[m]
Í kringum 2008[5] uppgötvaðist fjórða basknesk-íslenska orðasafnið í Houghton-bókasafninu á Harvard-skólanum.[n] Sá sem hafði skrifað ritið vissi ekki að hann væri að herma eftir basknesk-íslensku orðasafni og hafði merkt blaðið sitt með „Nokkrar latínuglósur“. Þar var hægt að greina 68 orð og stuttar setningar, sumt af því hafði þegar verið hluti af orðasafni Deens.[6]
Tilvísanir
breyta- ↑ (Helgi Guðmundsson 1979, bls. 84)
- ↑ Ólíkt flestum öðrum orðum þýddi Deen ekki þetta í þýsku og spænsku í doktorsritgerðinni sinni, heldur skrifaði hann cum te coire 'elska með þér' á latínu (Deen 1938): 103. Miglio (2008): 10 meinar að fenicha for ju frekar á að skiljast eins og „fuck you!“-samsvarandi móðgun.
- ↑ (Deen 1937, bls. 102): staðhæfir að bocata jafngildi bokhetatu með spænsku þýðingunni colar „sigta“ eða „sía“. Íslenska jafngildið er þvodu „þvoðu“.
- ↑ (Miglio 2008, bls. 9)
- ↑ (Hualde 2009, bls. 26)
- ↑ (Deen 1937, bls. 104)
- ↑ (Hualde 2009)
- ↑ (Deen 1937, bls. 101)
- ↑ (Miglio 2006, bls. 200)
- ↑ 10,0 10,1 (Helgi Guðmundsson 1979, bls. 75-76)
- ↑ (Knörr 2006, bls. 493)
- ↑ (Helgi Guðmundsson 1979, bls. 75)
- ↑ (Deen 1937, bls. 106-107)
- ↑ (Beluzzu 2010)
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- ↑ Helgi Guðmundsson (1979). Um þrjú basknesk-íslenzk orðasöfn frá 17. öld. Reykjavík: Íslenskt mál og almenn málfræði. bls. 75–87.
- ↑ Deen, Nicolaas Gerard Hendrik (1937). Glossaria duo vasco-islandica (Doctoral thesis) (latína). Re-printed in 1991 in Anuario del Seminario de Filología Vasca Julio de Urquijo Vol. 25, Nº. 2, pp. 321–426 (in Basque). Archived on 2019-03-01.
- ↑ Miglio, Viola Giula (2008). „"Go shag a horse!": The 17th-18th century Basque-Icelandic glossaries revisited“ (PDF). Journal of the North Atlantic. I: 25–36. doi:10.3721/071010. Afritað af uppruna á 8. ágúst 2017. Sótt 7. mars 2019.
- ↑ Deen, Nicolaas Gerard Hendrik (1937). Glossaria duo vasco-islandica (Doctoral thesis) (latína). Re-printed in 1991 in Anuario del Seminario de Filología Vasca Julio de Urquijo Vol. 25, Nº. 2, pp. 321–426 (in Basque). Archived on 2019-03-01.
- ↑ Miglio 2008, bls. 36.
- ↑ Etxepare & Miglio.
- Bakker, Peter (1987). „A Basque Nautical Pidgin: A Missing Link in the History of FU“. Journal of Pidgin and Creole Languages (enska). 2 (1): 1–30. doi:10.1075/jpcl.2.1.02bak. ISSN 0920-9034.
- Bakker, Peter; Bilbao, Gidor; Deen, Nicolaas Gerard Hendrik; Hualde, Jose Ignacio (1991). „Basque Pidgins in Iceland and Canada“. Anejos del Anuario del Seminario de Filología Vasca "Julio de Urquijo" (baskneska). Diputación Foral de Gipuzkoa. 23. Afritað af uppruna á 3. maí 2018. Sótt 7. mars 2019.
- Etxepare, Ricardo; Miglio, Viola Giula (n.d.), A Fourth Basque-Icelandic Glossary (PDF)
- Holm, John A. (1988-1989). Pidgins and creoles. Cambridge Languages Surveys. Cambridge University Press. bls. 628–630. ISBN 978-0521249805. OCLC 16468410.
- Hualde, José Ignacio (1984). „Icelandic Basque pidgin“ (PDF). Journal of Basque Studies in America. 5: 41–59.
- Hualde, José Ignacio (2014). „Basque Words“. Lapurdum (enska) (18): 7–21. doi:10.4000/lapurdum.2472. ISSN 1273-3830. Afritað af uppruna á 2 mars 2019. Sótt 7 mars 2019.
- Yraola, Aitor (1983). Translated by Sigrún Á. Eíríksdóttir. „Um baskneska fiskimenn á Norður-Atlantshafi“ (PDF). Saga. 21: 27–38. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. mars 2019.
Handritin
breyta- Vocabula Gallica (Frönsk orð) Geymt 1 mars 2019 í Wayback Machine – Skrifað á seinni hluta 17. aldar.
- Vocabula Biscaica (Basknesk orð) Geymt 1 mars 2019 í Wayback Machine – Afrit skrifað á 18. öld af Jóni Ólafssyni.
- Harvard-handritið Geymt 1 mars 2019 í Wayback Machine