Bartólómeus 1. patríarki

Bartólómeus 1. (f. 29. febrúar 1940 undir nafninu Dímítríos Arhondonís) er núverandi erkibiskup og samkirkjulegur patríarki kristnu rétttrúnaðarkirkjunnar í Konstantínópel. Sem patríarki í Konstantínópel er Bartólómeus talinn „fremstur meðal jafningja“ af patríörkum rétttrúnaðarkirkjunnar (en ekki eiginlegt höfuð kirkjunnar, sem lýtur ekki boðvaldi neins eins trúarleiðtoga).

Bartólómeus 1.
Βαρθολομαῖος Αʹ
Skjaldarmerki Bartólómeusar
Patríarki Konstantínópel
Núverandi
Tók við embætti
2. nóvember 1991
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. febrúar 1940 (1940-02-29) (84 ára)
Agioi Þeodoroi (Zeytinliköy), Imbros (Gökçeada), Tyrklandi
ÞjóðerniTyrkneskur
TrúarbrögðRétttrúnaðarkirkjan
Undirskrift

Bartólómeus er 270. patríarkinn í Konstantínópel, en samkvæmt hefð er Andrés postuli sagður hafa verið sá fyrsti. Þar sem reglur kveða á um að patríarkinn verði að vera tyrkneskur þegn er Bartólómeus ríkisborgari Tyrklands og hefur gegnt þjónustu í tyrkneska hernum.[1]

Sem patríarki hefur Bartólómeus beitt sér fyrir samræðum milli kristinna kirkjudeilda.[1] Bartólómeus hefur jafnframt verið kallaður „græni patríarkinn“ vegna áhuga hans á umhverfismálum.[2][3]

Í október árið 2018 gaf Bartólómeus rétttrúnaðarkirkjunni í Úkraínu leyfi til að kljúfa sig undan rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni í Moskvu og stofna sjálfstæða úkraínska rétttrúnaðarkirkju. Kírill, patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu, brást við með því að slíta tengslum kirkju sinnar við patríarkann í Konstantínópel.[4][5]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Egill Helgason (14. október 2017). „Patríarki grísku kirkjunnar á Íslandi“. DV. Sótt 13. september 2022.
  2. Gunnþór Þorfinnur Ingason (15. október 2018). „Virðing lífs og verndun - Tímabil sköpunarverksins- Fundur höfuðbiskupa af Norðurlöndum“. Kirkjan. Sótt 13. september 2022.
  3. „Bartólemeus I heimsækir Ísland“. mbl.is. 27. september 2017. Sótt 13. september 2022.
  4. Vera Illugadóttir (15. desember 2018). „Úkraínumenn stofna sjálfstæða kirkju“. RÚV. Sótt 13. september 2022.
  5. Anna Kristín Jónsdóttir (11. desember 2018). „Hin þriðja Róm fallin“. RÚV. Sótt 13. september 2022.


Fyrirrennari:
Demetríos 1.
Patríarki Konstantínópel
(2. nóvember 1991 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


   Þetta æviágrip sem tengist trúarbrögðum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.