Bandaríska frelsisstríðið

(Endurbeint frá Bandaríska byltingin)

Bandaríska frelsistríðið (einnig þekkt sem Bandaríska byltingin) var uppreisn þrettán breskra nýlenda á austurströnd Norður-Ameríku gegn breskum yfirráðum, sem stóð frá 19. apríl 1775 til 3. september 1783. Frelsisstríðið varð kveikjan að stofnun fyrsta nútímalýðræðisríkisins, Bandaríkja Norður-Ameríku, sem síðar leiddi til frekari byltinga víða um veröld. Fyrstu hernaðarátök byltingarinnar áttu sér stað 19. apríl 1775 í námunda þorpanna Lexington og Concord í Massachusetts.

Þann 4. júlí 1776 samþykkti Annað meginlandsþing Bandaríkjanna (e. Second Continental Congress) sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna.

Framan af fóru herir byltingarmanna í nýlendurnum halloka en árið 1778 gerðust Frakkar samherjar nýlendubúa. Markmið Frakkakonungs var að grafa undan veldi Englendinga og ná sér þannig niðri á þeim eftir ósigurinn í nýlendustríðinu. Auk þess að eiga við heri nýlendubúa í Norður-Ameríku þurftu Bretar nú að hafa áhyggjur af franska flotanum og her Frakkakonungs. Þar sem kraftar breska heimsveldisins voru nú dreifðir gátu byltingarmenn náð undirtökum. Árið 1783 sömdu Bretar frið og skrifuðu undir samning þar sem þeir samþykktu sjálfstæði hinna nýstofnuðu Bandaríkja Norður-Ameríku.

Tenglar

breyta
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.