Hejaz (arabíska: الحجاز‎ al-Ḥiǧāz) er hérað sem nær yfir vesturströnd núverandi Sádí-Arabíu. Vestan við það er Rauðahaf, Jórdanía fyrir norðan og sádíarabísku héruðin Najd austan megin og Asir sunnan megin. Höfuðstaður héraðsins er Jeddah en innan þess eru líka helgu borgirnar Mekka og Medína. Héraðið er það fjölmennasta í Sádí-Arabíu. Hejazarabíska er skyld egypskri arabísku. Héraðið var sjálfstætt konungsríki frá 1916 til 1925 þegar Ibn Sád lagði það undir sig og Konungsríkið Hejaz og Nejd, sem síðar varð Sádí-Arabía, varð til.

Núverandi hérað (rauð lína) og konungsríkið Hejaz (grænt)
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.