Búrfellshraun (Landsveit)

Búrfellshraun á Landmannaafrétti er eitt hinna svokölluðu Tungnárhrauna. Þar er þeirra næststærst, aðeins Þjórsárhraunið mikla er stærra. Búrfellshraun kom upp í langri gígaröð norðan Veiðivatna fyrir rúmum 3000 árum. Það þekur miklar víðáttur á Veiðivatnasvæðinu og við Þórisvatn en flæddi einnig niður með Tungná og Þjórsá. Það streymdi niður með Búrfelli en stöðvaðist í ofanverðri Landsveit og myndar þar háa samfellda hraunbrún, Gloppubrún, sem rekja má í boga um þvera sveit frá Skarfanesi og langleiðina að Rangá ofan við Galtalæk. Bæirnir Skarfanes, Ósgröf, Eskiholt, Mörk og Gloppa stóðu neðan undir hraunbrúninni.

Kort af Búrfellshrauni.
Hjálparfoss í Búrfellshrauni

Hraunið er úr dílabasalti þar sem stórir hvítir feldspatdílar sitja í dökkum grunnmassa.

Þjórsárdalshraun, sem flæddi niður Gjána í Þjórsárdal og þakti allan dalbotninn þar neðan við, er af mörgum talið vera hluti Búrfellshrauns aðrir telja það sjálfstætt hraun.

Hraunið er 485 km² að flatarmáli og um 6-7 km³ að rúmtaki. Vikurlagið H3 frá Heklu liggur ofan á hrauninu. Það er talið litlu eldra en vikurinn eða um 3200 ára.

Heimildir

breyta