Abies borisii-regis (Búlgaríuþinur) er tegund af þin ættuðum frá fjöllum Balkanskaga í Búlgaríu, norður Grikklandi, Lýðveldinu Makedóníu, Albaníu og Serbíu. Hann finnst í 800 til 1,800m. hæð, on mountains with an annual rainfall of over 1,000 mm.[2][3][4][5][6]

Abies borisii-regis
Heilir og sundraðir könglar af Búlgaríuþini
Heilir og sundraðir könglar af Búlgaríuþini
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. borisii-regis

Tvínefni
Abies borisii-regis
Mattf.
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Náttúrulegt útbreiðslusvæði
Samheiti
  • Abies alba var. acutifolia Turrill
  • Abies alba subsp. borisii-regis (Mattf.) Kožuharov & N.Andreev
  • Abies apollinis Boiss.
  • Abies borisii var. regis Mattf.
  • Abies borisii-regis var. pungentipilosa R.Vig. & Gaussen
  • Abies cilicica subsp. borisii-regis (Mattf.) Silba
  • Abies cilicica var. borisii-regis (Mattf.) Silba4
Abies borisii-regis í Pirin fjöllum, Búlgaríu

Þetta er stórt sígrænt barrtré sem verður 40 til 50 metra (einstaka sinnum 60m) hátt og með stofnummál að 1,5m. Barrið er flatt, 1,8 til 3,5sm langt og 2mm breitt og 0,5mm þykkt, gljáandi dökkgrænt að ofan, og með tvær bláhvítar loftaugarákir að neðan. Endinn er breytilegur, yfirleitt hvass, en stundum lítið eitt sýlt, sérstaklega á seinsprottnum sprotum á eldri trjám. Könglarnir eru 10 til 21 sm langir og 4 sm breiðir, með um 150 til 200 hreisturblöð, hvert með tvemur vængjuðum fræjum. Könglarnir sundrast við þroska og losa fræin.[2][3][4][5][6]

Hann er náskyldur (og að mörgu leyti millistig af) evrópuþin norður í mið Evrópu, Abies cephalonica suður í suður Grikklandi, og nordmannsþin austur í norður Tyrklandi. Sumir grasafræðingar telja hann náttúrulegan blending á milli Evrópuþins og Grikkjaþins, meðan aðrir líta á hann sem afbrigði af Evrópuþin, sem Abies alba var. acutifolia. Annað samheiti er Abies pardei.[2][3][4][5][6]

Vísindaheitið heiðrar Tsar Boris III af Búlgaríu, en hann var við völd þegar þininum var lýst sem nýrri tegund 1925. Nafnið er stundum skrifað án bandstriks (Abies borisiiregis), en samkvæmt reglum ICBN (Article 60.9) skal bandstrikið vera.

Tilvísanir

breyta
  1. Conifer Specialist Group (1998). „Abies borisii-regis“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. september 2011. Sótt 12. maí 2006.
  2. 2,0 2,1 2,2 Farjon, A. (1998). World Checklist and Bibliography of Conifers. Royal Botanic Gardens, Kew ISBN 1-900347-54-7.
  3. 3,0 3,1 3,2 Rushforth, K. (1987). Conifers. Helm ISBN 0-7470-2801-X.
  4. 4,0 4,1 4,2 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  5. 5,0 5,1 5,2 Liu, T.-S. (1971). A Monograph of the Genus Abies. National Taiwan University.
  6. 6,0 6,1 6,2 Gymnosperm Database: Abies borisii-regis Geymt 31 október 2007 í Wayback Machine

Ytri tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.