Austrocedrus chilensis

Austrocedrus chilensis er eina tegundin í ættkvíslinni Austrocedrus. Hún vex í Valdivían-skógumValdivían-skógum[óvirkur tengill] í miðhluta suður Síle, og vestur Argentínu frá 33°S til 44°S breiddargráðu.[1][2][3]

Austrocedrus chilensis

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Austrocedrus
Tegund:
A. chilensis

Tvínefni
Austrocedrus chilensis
(D.Don) Pic.Serm. & Bizzarri
Samheiti
  • Cupressus chilensis Gillies ex Hook. nom. inval.
  • Cupressus thujoides Pav. ex Carrière
  • Libocedrus chilensis (D.Don) Endl.
  • Libocedrus excelsa Gordon nom. inval.
  • Thuja andina Poepp.
  • Thuja chilensis D.Don
  • Thuja cuneata Dombey ex Endl. nom. inval.

Hún er í undirættinni Callitroidea. Hún er náskyld Nýja-Sjálensku og Nýja-Kaledónísku ættkvíslinni Libocedrus, og sumir grasafræðingar telja hana til þeirrar ættkvíslar, sem Libocedrus chilensis, þrátt fyrir að hún líkist Libocedrus minna en hinni Suður-Amerísku ættkvíslinni: Pilgerodendron.[1]

Þetta er hægvaxandi, mjókeilulaga sígrænt tré sem verður um 10–24 m hátt, með hreisturlík blöð. Hvert blað er með áberandi hvíta loftaugarák meðfram ytri rönd. Könglarnir eru 5 til 10 mm langir, með fjórum köngulskeljum, tvær mjög litlar og ófrjóar, og tvær stærri, frjóar; hvor með tvö vængjuð fræ, 3–4 mm löng.[1][2][4]

Hún hefur verið ræktuð nokkuð í grasagörðum í norðvestur Evrópu og norðvestur Norður-Ameríku.[5][6]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
  2. 2,0 2,1 Flora Chilena: Austrocedrus chilensis
  3. Chilebosque: Austrocedrus chilensis Geymt 26 júlí 2016 í Wayback Machine
  4. Gymnosperm Database: Austrocedrus
  5. Mitchell, A. F. (1972). Conifers in the British Isles. Forestry Commission Booklet 33.
  6. Washington Park Arboretum: Austrocedrus (PDF). Seattle Government. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. mars 2009. Sótt 27. júní 2009.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.