Aretha Franklin
Aretha Louise Franklin (25. mars 1942 – 16. ágúst 2018) var bandarísk söngkona sem einkum söng gospel-, sálar- og ryþmablústónlist. Hún hefur oft verið nefnd drottning sálartónlistarinnar. Hún er sú kona sem hefur fengið næstflest Grammyverðlaun, á eftir Alison Krauss. Franklin fæddist í Tennesseefylki í Bandaríkjunum en ólst upp í Detroit, Michigan. Pabbi hennar var prestur og sem barn söng hún ásamt systrum sínum í kirkjukórnum í kirkjunni hans. Þær sungu fyrst inn á upptöku fjórtán ára að aldri. Hún átti nokkur vinsæl lög í upphafi sjöunda áratugsins hjá Columbia útgáfufyrirtækinu, „Rock-a-bye Your Baby with a Dixie Melody“ þeirra frægast. Árið 1967 skipti hún yfir til Atlantic útgáfufyrirtækisins og þá komst hún fyrst almennilega á skrið. Meðal þekktustu laga sem Franklin hefur sungið eru „Respect“, „(You Make Me Feel Like) A Natural Woman“ og „I Say a Little Prayer“ (sem hafði þegar verið gefið út í flutningi Dionne Warwick).
Aretha Franklin | |
---|---|
Fædd | Aretha Louise Franklin 25. mars 1942 |
Dáin | 16. ágúst 2018 (76 ára) |
Störf |
|
Ár virk | 1954–2017 |
Maki |
|
Börn | 4 |
Tónlistarferill | |
Uppruni | Detroit, Michigan, BNA |
Stefnur | |
Hljóðfæri |
|
Útgefandi | |
Vefsíða | arethafranklin |
Undirskrift | |
Franklin lést á heimili sínu í Detroit þann 16. ágúst 2018. Banamein hennar var briskrabbamein.[2]
Útgefið efni
breytaBreiðskífur
breyta- Aretha: With the Ray Bryant Combo (1961)
- The Electrifying Aretha Franklin (1962)
- The Tender, the Moving, the Swinging Aretha Franklin (1962)
- Laughing on the Outside (1963)
- Unforgettable: A Tribute to Dinah Washington (1964)
- Runnin' Out of Fools (1964)
- Yeah!!! (1965)
- Soul Sister (1966)
- Take It Like You Give It (1967)
- I Never Loved a Man the Way I Love You (1967)
- Aretha Arrives (1967)
- Lady Soul (1968)
- Aretha Now (1968)
- Soul '69 (1969)
- Soft and Beautiful (1969)
- This Girl's in Love with You (1970)
- Spirit in the Dark (1970)
- Young, Gifted & Black (1972)
- Hey Now Hey (The Other Side of the Sky) (1973)
- Let Me in Your Life (1974)
- With Everything I Feel in Me (1974)
- You (1975)
- Sparkle (1976)
- Sweet Passion (1977)
- Almighty Fire (1978)
- La Diva (1979)
- Aretha (1980)
- Love All the Hurt Away (1981)
- Jump to It (1982)
- Get It Right (1983)
- Who's Zoomin' Who? (1985)
- Aretha (1986)
- Through the Storm (1989)
- What You See Is What You Sweat (1991)
- A Rose Is Still a Rose (1998)
- So Damn Happy (2003)
- This Christmas, Aretha (2008)
- Aretha: A Woman Falling Out of Love (2011)
- Aretha Franklin Sings the Great Diva Classics (2014)
Tilvísanir
breyta- ↑ Unterberger, Richie. „Aretha Franklin | Biography & History“. AllMusic. Sótt 23. september 2018.
- ↑ Aretha Franklion er látin Vísir, skoðað 16. ágúst, 2018