Ástæða einhvers er það sem fólk telur að útskýri hvers vegna eitthvað er eins og það er. Ástæða hegðunar er til dæmis það sem fólk telur að réttlæti tiltekna hegðun (hér þarf réttlætanlegt ekki endilega að vera notað í merkingunni siðferðislega rétt). Hegðunin sem um ræðir er því ávallt viljastýrð.

Dæmi um ástæðuskýringu á hegðun er:

  1. Af hverju er Jóna með Nonna? Af því að hann er sætur og skemmtilegur.
  2. Af hverju keypti Páll happadrættismiða? Til þess að eiga möguleika á að vinna.

Í síðara tilvikinu gefur ástæðan til kynna tilgang, en ekki í fyrra tilvikinu.

Vísindaleg sálfræði snýst um að finna orsakaskýringar, en alþýðusálfræði gefur aðallega ástæðuskýringar. Greinarmunurinn er aftur á móti vandasamur því hægt er að líta á ástæður sem orsakir, líkt og sumir heimspekingar hafa leitt rök að í athafnafræði.

Tengt efni breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.