Al-Arabi Sports Club (Arabíska:النادي العربي الرياضي) er katarskt knattspyrnufélag með aðsetur í Doha. Félagið var stofnað 1952. Þekktir leikmenn sem hafa leikið með félaginu eru: Gabriel Batistuta, Stefan Effenberg, Giuseppe Signori og Tony Popovic.

Al-Arabi Sports Club
170px
Fullt nafn Al-Arabi Sports Club
Gælunafn/nöfn Fareeg Al-Ahlam (Draumaliðið)
Stytt nafn ARB
Stofnað 1952
Leikvöllur Grand Hamad Stadium, Doha
Stærð 13.000
Stjórnarformaður Fáni Katar Sheikh Tamim Bin Fahad Al Thani
Knattspyrnustjóri Fáni Íslands Heimir Hallgrímsson
Deild Katarska úrvalsdeildin
2021-22 4. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Þjálfari liðsins 2018-2021 var Heimir Hallgrímsson og með liðinu hafa spilað Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason.