Antillastraumurinn er yfirborðsstraumur sem streymir í norðvesturátt norðaustan við Antillaeyjar. Hann liggur norðan við Stóru-Antillaeyjar en sunnan við Bahamaeyjar. Hann er grein af Norður-Atlantshafshringstraumnum og rennur úr Norður-Miðbaugsstraumnum. Hann tengist Golfstraumnum um Flórídasund. Hann er hægfara og næringarríkur og skapar því góð skilyrði til fiskveiða. Hann rennur samsíða Karíbahafsstraumnum sunnan við Haítí og Kúbu.

Antillastraumurinn
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.