Norður-Miðbaugsstraumurinn

Norður-Miðbaugsstraumurinn er hafstraumur í bæði Atlantshafi og Kyrrahafi sem streymir frá austri til vesturs milli 10. og 20. breiddargráðu norður. Hann er í báðum tilvikum suðurhluti hringstraumanna í Norður-Atlantshafi og Norður-Kyrrahafi. Miðbaugsgagnstraumurinn rennur í austurátt sunnan við hann og skilur hann frá Suður-Miðbaugsstraumnum sem myndar norðurhluta hringstraumanna í Suður-Atlantshafi og Suður-Kyrrahafi.