Anna Frank

(Endurbeint frá Anne Frank)

Annelies Marie „Anne“ Frank, gjarnan nefnd Anna Frank á íslensku (12. júní 1929mars 1945) er þekktust sem aðalpersóna í bókinni Dagbók Önnu Frank. Anna Frank var stúlka af gyðingaættum, sem hélt dagbók meðan hún var í felum í Amsterdam, þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld, ásamt fjölskyldu sinni og fjórum vinum. Dagbókin fannst eftir að Anna og fjölskylda hennar höfðu verið hneppt í fangabúðir nasista, þaðan sem eingöngu faðir hennar Otto Frank átti afturkvæmt.

Anne Frank (1940)

Anna var fædd í Frankfurt am Main í Þýskalandi og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Amsterdam árið 1933, eftir að nasistarnir komust til valda í Þýskalandi. Þegar ofsókn nasista gegn gyðingum jókst, fór fjölskyldan í felur árið 1942 í leyniherbergjum undir súð í skrifstofubyggingu föður Önnu. Eftir tvö ár í felum var fjölskyldan svikin og flutt í útrýmingarbúðir. Sjö mánuðum eftir handtökuna lést Anna úr flekkusótt, einungis nokkrum dögum á undan systur sinni, Margot Frank. Otto Frank faðir hennar var eini eftirlifandi meðlimur fjölskyldunnar og sneri hann aftur til Amsterdam eftir að stríðinu lauk. Þar komst hann að því að dagbók hennar hafði verið varðveitt. Árið 1947 gaf hann dagbókina út undir nafninu „Het Achterhuis: Dagboekbrieven van 12 Juni 1942 – 1 Augustus 1944“. Safn af öðrum skrifum hennar voru gefin út árið 1949.

Dagbók Önnu, sem hún fékk í þrettán ára afmælisgjöf, lýsir lífi hennar frá 12. júní 1942 til 1. ágúst 1944. Dagbókin var gefin út sem „Dagbók ungrar stúlku“ og að lokum þýdd úr frummálinu, hollensku, á önnur tungumál. Bókin varð ein sú mest lesna í heiminum.[heimild vantar]

Faðir Önnu, Otto Frank var sakaður af um að hafa falsað dagbókina, einkum af afneitendum helfararinnar, en réttarrannsókn staðfesti að hún væri ósvikin [heimild vantar]. Otto hafði þó ritskoðað upprunalegu dagbókina áður en hún kom fyrst út. Dagbókin var fyrst gefin út óritskoðuð 7. nóvember 1986 af ANNE FRANK-Fonds í Basel, en bókin kom í fyrsta skiptið út óritskoðuð á íslensku árið 1999.

Heimild breyta

Tenglar breyta

  • „Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?“. Vísindavefurinn.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.