Anna Komnene

(Endurbeint frá Anna Komnena)

Anna Komnene eða Komnena (gríska: Άννα Κομνηνή, Anna Komnēnē; 1. desember 10831153) var býsönsk prinsessa og fræðikona, dóttir keisarans Alexiosar I Komnenos og Irene Doukaina. Anna var heimspekingur og sagnfræðingur en hún er einn fyrsti þekkti sagnfræðingurinn sem var kona. Anna ritaði verkið Alexiosarsögu, sem er mikilvæg heimild um býsanska stjórnmálasögu undir lok 11. aldar og í byrjun 12. aldar. Hún mun einnig hafa verið lærð í málfræði, bókmenntum, guðfræði, stjörnufræði og læknisfræði. Fyrirmyndir Önnu sem sagnaritara voru forngrísku sagnaritararnir Þúkýdídes, Pólýbíos og Xenofon.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.