Anatolíj Karpov

(Endurbeint frá Anatoly Karpov)

Anatolíj Jevgenjevítsj Karpov (f. 23. maí 1951) er rússneskur stórmeistari í skák og fyrrum heimsmeistari. Anatolíj Karpov varð heimsmeistari 1975 aðeins 24 ára gamall, þegar Bobby Fischer neitaði að verja heimsmeistaratitil sem hann vann í Reykjavík þremur árum áður. Karpov hélt heimsmeistaratitli sínum frá 1975 til 1985 en var þá sigraður af Garry Kasparov. Árin 1984 til 1990 háðu Karpov og Kasparov 5 einvígi um heimsmeistaratitilinn.

Anatoly Karpov (mynd tekin árið 2017)

Tengill

breyta
   Þetta æviágrip sem tengist skák er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.