Allium tricoccum[2] er Norður-Amerísk lauktegund útbreidd um austur Kanada og austur Bandaríkin.[1]

Allium tricoccum

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. tricoccum

Tvínefni
Allium tricoccum
Ait. 1789 not Blanco 1837[1]
Samheiti
Samnefni
  • Aglitheis tricoccum (Aiton) Raf.
  • Allium pictum Moldenke
  • Allium tricoccum f. pictum Moldenke
  • Allium triflorum Raf.
  • Ophioscorodon tricoccon (Aiton) Wallr.
  • Validallium tricoccum (Aiton) Small
  • Allium burdickii (Hanes) A.G.Jones
photo of sign for deep fried ramps and Mason Dixon Ramp Fest in Mt. Morris, Pennsylvania
Auglýsing á "Mason-Dixon Ramp Fest" í Mount Morris, Pennsylvaníu, 2010.

Lýsing breyta

Allium tricoccum er fjölæringur með breiðum, sléttum grænum blöðum, oft með djúpfjólubláum blæ neðarlega á stönglunum, og lítt þroskaðan lauk. Allir hlutar blaðsins eru ætir. Blómstönglarnir koma eftir að blöðin hafa visnað, ólíkt hinum áþekka Allium ursinum, sem er með blöð og blóm á sama tíma. Hann vex í hnaus með ræturnar rétt undir jarðvegsyfirborðinu.[3]

Flokkun breyta

Allium tricoccum var fyrst nefndur svo 1789 af skoska grasafræðingnum William Aiton, í Hortus Kewensis, bæklingi yfir plöntur ræktaðar í Grasagarðinum í Kew í London. Tegundin hafði verið flutt til Bretlands 1770. Seinna fræðiheitið tricoccum vísar til að hann hefur allt að þrjú fræ á hverjum blómlegg.[4]

Afbrigði

Síðan maí 2014, hefur World Checklist of Selected Plant Families viðurkennt tvö afbrigði:[5]

  • Allium tricoccum var. burdickii Hanes
  • Allium tricoccum var. tricoccum

Þessari flokkun er fylgt af öðrum heimildum (t.d. Flora of North America),[6] þó að þessi tvö afbrigði eru stundum talin tvær tegundir, Allium tricoccum og Allium burdickii.[7] A. tricoccum var. burdickii var fyrst lýst af Clarence Robert Hanes 1953; nafnið burdickii err til heiðurs J.H. Burdick sem benti á mun á því sem var áðr talin mismunandi "races" í bréfum til Asa Gray.[8] Afbrigðið var skráð sem eigin tegund af Almut Gutter Jones 1979.

Afbrigðin eru aðgreind á nokkrum einkennum.[6] A. tricoccum var. tricoccum er almennt stærri en A. tricoccum var. burdickii: laukarnir eru stærri, blöðin eru 5 – 9 sm breið fremur en 2 – 4 sm breið og blómskipunin yfirleitt með 30–50 blóm fremur en 12–18. Að auki eru blaðstilkarnir og blómstilkarnir yfirleitt purpuralitir á var. tricoccum og hvítir hjá var. burdickii. Blöðin á var. burdickii eru einnig með minna greinilega blaðstilka en var. tricoccum.

 
Allium tricoccum í náttúrulegu umhverfi sínu, skógarbotni.

Þjóðháttagrasafræði breyta

 
Wild leeks, Whitefish Island, Batchewana First Nation of Ojibways

Saga og þjóðhættir breyta

Chicago fékk nafn sitt vegna þéttra breiða af tegundinni nálægt Lake Michigan í Illinois Country sem voru enn á 17du öld. Chicago River var nefnd eftir innfæddu nafni tegundarinnar, samkvæmt landkönnuðinum Robert Cavelier, sieur de La Salle, og af félaga hans, náttúrufræðingnum og dagbókahöfundinum Henri Joutel.[9] Tegundin shikaakwa (chicagou) á máli innfæddra ættbálka, var eitt sinn talin vera Allium cernuum, en rannsóknir um 1990 sýndu fram á að Allium tricoccum væri rétta tegundin.[9][10]

Til matar breyta

Menominee,[11] Cherokee,[12][13][14] Iroquois,[15] Potawatomi[16] og Ojibwa[16] neyta allir jurtarinnar í hefðbundnum mat sínum.


Til lækninga breyta

Cherokee nota hana einnig sem vor-tónik, gegn kvefi og hálsbólgu (croup). Þeir nota einnig hetan safann gegn eyrnabólguT.[13] The Ojibwa use a decoction as a quick-acting emetic.[17] Iroquois nota einng seyði af rótinni til að meðhöndla orma í börnum, og nota hana einnig sem vor-tónik til að "hreinsa sig út".[18]

Í Appalachia hefur hann löngum verið fagnað að vori, og verið talinn bót margra vetrarkvilla. Í reynd hefur vítamín og steinefnainnihald hans bætt heilsu fólksins sem var almennt án grænmetis yfir veturinn.[19]

Er tegundin staðbundið vinsæl meðal Kanadamanna og hefur uppskera hennar valdið mikilli fækkun hennar svo að víða eru miklar hömlur á hve mikið má taka og hvar.[20][21][22]

Sjá einnig breyta

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Allium tricoccum. World Checklist of Selected Plant Families. Royal Botanic Gardens, Kew. Sótt 24. maí 2014.
  2. "Allium tricoccum". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 2 February 2012.[óvirkur tengill]
  3. „Cultivation of Ramps“. North Carolina State University. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 mars 2014. Sótt 19. febrúar 2014.
  4. Aiton, William (1789). Hortus Kewensis. 1. árgangur. Hortus Kewensis vol 1, page 428
  5. „Search for Allium tricoccum. World Checklist of Selected Plant Families. Royal Botanic Gardens, Kew. Sótt 24. maí 2014.
  6. 6,0 6,1 McNeal Jr., Dale W. & Jacobsen, T.D. Allium tricoccum. Í Flora of North America Editorial Committee (ritstjóri). Flora of North America (online). eFloras.org. Sótt 21. ágúst 2016.
  7. „ITIS Standard Report Page: Allium burdickii. Sótt 21. ágúst 2016.
  8. „Allium tricoccum“. Thismia.com. Sótt 21. ágúst 2016.
  9. 9,0 9,1 Zeldes, Leah A. (5. apríl 2010). „Ramping up: Chicago by any other name would smell as sweet“. Dining Chicago. Chicago's Restaurant & Entertainment Guide, Inc. Afrit af upprunalegu geymt þann 11 maí 2011. Sótt 2. maí 2010.
  10. Swenson, John F. (Winter 1991). „Chicago: Meaning of the Name and Location of Pre-1800 European Settlements“. Early Chicago. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 maí 2011. Sótt 22. maí 2010.
  11. Smith, Huron H. 1923 Ethnobotany of the Menomini Indians. Bulletin of the Public Museum of the City of Milwaukee 4:1-174 (p. 69
  12. Witthoft, John 1977 Cherokee Indian Use of Potherbs. Journal of Cherokee Studies 2(2):250-255 (p. 251)
  13. 13,0 13,1 Hamel, Paul B. and Mary U. Chiltoskey 1975 Cherokee Plants and Their Uses -- A 400 Year History. Sylva, N.C. Herald Publishing Co. (p. 52)
  14. Perry, Myra Jean 1975 Food Use of "Wild" Plants by Cherokee Indians. The University of Tennessee, M.S. Thesis (p. 47)
  15. Waugh, F. W. 1916 Iroquis Foods and Food Preparation. Ottawa. Canada Department of Mines (p. 118)
  16. 16,0 16,1 Smith, Huron H. 1933 Ethnobotany of the Forest Potawatomi Indians. Bulletin of the Public Museum of the City of Milwaukee 7:1-230 (p. 104)
  17. Densmore, Frances 1928 Uses of Plants by the Chippewa Indians. SI-BAE Annual Report #44:273-379 (p. 346)
  18. Herrick, James William 1977 Iroquois Medical Botany. State University of New York, Albany, PhD Thesis (p. 281)
  19. Davis, Jeanine M.; Greenfield, Jacqulyn. „Cultivating Ramps: Wild Leeks of Appalachia“. Purdue University. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. maí 2011. Sótt 6. maí 2011.
  20. „Regulation respecting threatened or vulnerable plant species and their habitats“. Gazette officielle. Éditeur officiel du Québec. 1. maí 2014. Sótt 19. maí 2014.
  21. „Garlic lovers answer the call of the wild“. Globe and Mail. 21. maí 2007. Sótt 19. maí 2014.
  22. „NRCS: USDA Plants Profile and map: A. tricoccum. USDA. Afrit af upprunalegu geymt þann 25 apríl 2013. Sótt 19. maí 2014.

Viðbótarlesning breyta

Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.