Táknsaga

(Endurbeint frá Allegóría)

Táknsaga, líkingarsaga eða allegóría er táknlist eða táknsaga þar sem mynd eða saga merkir annað en það sem virðist augljóst. Oft er hugmynd, hugtak eða eitthvað óhlutbundið klætt upp í söguform og þannig er einföld og auðskilin táknmynd notuð til að lýsa flóknum hugmyndum eða tilfinningum. Gríska hugtakið allegoria er myndað úr orðunum „allos“ sem merkir annar og „agoreuein“ sem þýðir að tala opinberlega.

Sófistar og grískir heimspekingar túlkuðu goðsögur skáldanna Hómers og Hesíódosar sem allegóríur og má rekja upphaf allegórískrar túlkunar til þeirra. Platón hafnaði allegórískri túlkun á bókmenntum. Stóuspekingar aðhylltust hins vegar allegóríska túlkun.

Kristnir menn eins og heilagur Ágústínus vöruðu við að allegórísk túlkun gæti gengið út í öfgar og stundum væri nauðsynlegt að skilja frásagnir eða myndir bókstaflega. Miðaldir voru blómaskeið allegórískra verka eða svonefndra leiðslubókmennta.

Dæmi um allegóríur

breyta

Líta má á sumar Íslendingasögur sem allegórískar sagnir til dæmis Njálu sem allegóríu um kristnitökuna þar sem Njálsbrenna markar aldaskil milli heiðni (og keltneskrar kristni) og rómverskrar kristni.

Menn hafa einnig leitað að allegóríum í verkum samtímahöfunda. Skáldsaga Svövu Jakobsdóttur Leigjandinn var túlkuð sem allegóría þar sem leigjandinn var ameríski herinn. Sagan Dýrabær eftir George Orwell er oft talin vera allegóría og sumir telja að Hringadróttinssaga eftir J.R.R. Tolkiennýrómantísk allegóría sem snýst um iðnvæðingu.

Dauðadans er táknsaga frá miðöldum um dauðann.

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta
  • „Hvað er allegóría?“. Vísindavefurinn.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Medieval_allegory“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. febrúar 2006.