Alexander Van der Bellen

Forseti Austurríkis

Alexander Van der Bellen (f. 18. janúar 1944), er austurrískur stjórnmálamaður og hagfræðingur sem hlaut kosningu til forseta Austurríkis í desember 2016.

Alexander Van der Bellen
Forseti Austurríkis
Núverandi
Tók við embætti
26. janúar 2017
KanslariChristian Kern
Sebastian Kurz
Brigitte Bierlein
Sebastian Kurz
Alexander Schallenberg
Karl Nehammer
ForveriHeinz Fischer
Persónulegar upplýsingar
Fæddur18. janúar 1944 (1944-01-18) (80 ára)
Vín, Þýskalandi nasismans (nú Austurríki)
ÞjóðerniAusturrískur
StjórnmálaflokkurGræni flokkurinn
MakiBrigitte Hüttner (skilin 2015)
Doris Schmidauer (g. 2015)
Börn2
HáskóliHáskólinn í Innsbruck
StarfKennari, skólastjóri, hagfræðingur, stjórnmálamaður
Undirskrift

Van der Bellen er fyrrverandi prófessor í hagfræði við háskólann í Vín. Hann tók doktorspróf frá Háskólanum í Innsbruck og er sérfræðingur í opinberri fjársýslu og áætlanagerð. Bellen er meðlimur í austurríska sósíalíska græningjaflokknum og hefur gegnt ýmsum nefndarstörfum fyrir hann. Hann bauð sig fram til forseta 2016 að nafninu til sem óháður en þó með yfirlýstum stuðningi græningjaflokksins.

Van der Bellen vann mjög nauman sigur gegn Norbert Hofer, frambjóðanda austurríska Frelsisflokksins, í forsetakosningum í annarri umferð þann 22. maí árið 2016. Fyrsta júlí, áður en hann tók við embætti, ógilti hæstiréttur Austurríkis kosningarnar og kvað á að þær skildu endurteknar.[1] Þegar kosningarnar voru endurteknar þann 4. desember 2016 vann Van der Bellen í annað skipti með auknum atkvæðamun[2] og tók við embætti forseta í janúar næsta ár.

Van der Bellen styður græn og vinstrisinnuð stefnumál. Hann styður tilvist Evrópusambandsins og aðild Austurríkis að því og hefur mælt fyrir því að Evrópusambandið þróist í sambandsríki.

Van der Bellen var endurkjörinn til annars sex ára kjörtímabils í fyrstu umferð kosninga þann 10. október 2022.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Forsetakosningar í Austurríki ógildar“. RÚV. 1. júlí 2016. Sótt 16.ágúst 2018.
  2. „Fram­bjóðandi hægriöfga­flokks tapaði“. RÚV. 4. desember 2016. Sótt 16. ágúst 2018.
  3. Atli Ísleifsson (10. október 2022). „Van der Bellen endur­kjörinn sem for­seti Austur­ríkis“. Vísir. Sótt 18. október 2022.


Fyrirrennari:
Heinz Fischer
Forseti Austurríkis
(26. janúar 2017 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti