Alþjóðasamband stjarnfræðinga
Alþjóðasamband stjarnfræðinga (ASS, enska: International Astronomical Union eða IAU, franska: Union astronomique internationale eða UAI) er samtök fagmannlegra stjarnfræðinga sem eru með að minnsta kosti doktorspróf og eru virkir í rannsóknum og kennslu í stjörnufræði. Samtökin hafa yfirráð yfir útnefningu stjarnfræðilegra fyrirbæra (stjarna, pláneta, smástirna, o.s.frv.) og kennileita á yfirborði þeirra.
Alþjóðasamband stjarnfræðinga er meðlimur í Alþjóðlega vísindaráðinu. Aðalhlutverk þess er að efla og vernda stjörnufræði að öllu leyti með alþjóðlegri samvinnu. Höfuðstöðvar samtakann eru í París.