Alþjóðaviðskiptastofnunin
Lagt hefur verið til að færa síðuna á Alþjóðaviðskiptastofnun vegna greinir. Sjá umfjöllun á spjallsíðunni. |
Alþjóðaviðskiptastofnunin (enska: World Trade Organization; skammstafað WTO; Franska: Organisation mondiale du commerce; Spænska: Organización Mundial del Comercio skammstafað OMC) er alþjóðastofnun sem hefur umsjón með mörgum samningum sem skilgreina þær reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Stofnunin var stofnuð 1. janúar árið 1995 og leysti af hólmi GATT-samningana og líkt og sá samningur hefur stofnunin það markmið að reyna að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.
Höfuðstöðvar WTO eru í Genf í Sviss. Aðalframkvæmdastjóri er Ngozi Okonjo-Iweala.[1] Aðildarríkin eru 148, öll verða þau að fylgja grundvallarreglunni um bestukjaraviðskipti en í því felst að samskonar vörur frá mismunandi WTO-ríkjum eiga að fá sömu meðferð í innflutningslandinu (á þessu eru þó undantekningar).
WTO er mikið gagnrýnd af andstæðingum hnattvæðingar.
Uppruni
breytaSamið var um stofnun WTO á fundi í Marrakesh í Marokkó þann 15. apríl 1994 og tók sá samningur gildi 1. janúar 1995. Stofnunin skyldi leysa af hólmi GATT-samningana (General Agreement on Tariffs and Trade) sem eru nokkrir viðskiptasamningar sem farið var að gera uppúr síðari heimsstyrjöld til þess að stuðla að aukinni fríverslun. WTO tók þannig uppá sína arma þær reglur og venjur sem höfðu skapast í GATT-kerfinu og fékk það hlutverk að sjá um framkvæmd þeirra og þróa áfram. Hafa ber í huga að GATT var aldrei stofnun og var reyndar aldrei ætlað að vera annað en bráðabirgðalausn þangað til varanlegri stofnun yrði komið á fót. Upphaflega stóð til að koma slíkri stofnun á laggirnar á fimmta áratug 20. aldar og hefði hún hlotið nafnið International Trade Organization, stofnskrá hennar var samþykkt á fundi í Havana á Kúbu í mars 1948 en Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði svo að fullgilda hana, án Bandaríkjanna hefði lítið gagn verið af svona stofnun og því var alveg fallið frá hugmyndinni.
Tilvísanir
breyta- ↑ Ævar Örn Jósepsson (6. febrúar 2021). „Forstjóri Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, fyrst kvenna“. RÚV. Sótt 15. febrúar 2021.