Ahmad al-Mansur Saadi (arabíska: أحمد المنصور السعدي) nefndur Adh-dhahbîy - „hinn gullni“ (154920. ágúst 1603) var soldán Marokkó frá 1578 til dauðadags. Hann var af Saadi-ættinni sem ríkti yfir Marokkó frá 1554 til 1627.

Mynd af Ahmad al-Mansur frá 17. öld.

Hann tók við völdum af bróður sínum þegar sá síðarnefndi lést í orrustunni við Alcácer Quibir þar sem Saadi-ættin vann yfirburðasigur á her Portúgala. Hann gat sér mikið orð í orrustunni og tók við fjölda portúgalskra stríðsfanga sem hann gat selt fyrir lausnargjald. Sá auður sem sigurinn færði soldáninum var nýttur til að reisa El Badi-höllina í Marrakesh.

Al-Mansur þurfti dýrt net útsendara, bandamanna og njósnara til að halda í skefjum bæði Tyrkjaveldi, Spáni og Portúgal sem öll höfðu augastað á Marokkó. Til að komast yfir örugga gulluppsprettu sendi hann því her yfir Saharaeyðimörkina 16. október 1590 til að leggja Songhæveldið undir Marokkó. Her hans vann úrslitasigur í orrustunni við Tondibi 13. mars 1591 þar sem skotvopn gerðu útslagið. Eftir það fóru mennirnir ránshendi um borgirnar Gao, Djenné og Timbúktú og fengu mikið herfang gulls. Hins vegar varð þessi árás til þess að Saharaverslunin lagðist nánast af og miðstjórnarvaldið hrundi í Vestur-Afríku. Marokkó átti í erfiðleikum með að halda stjórn á borgunum og árásin varð því dýrari en ávinningnum nam til lengri tíma litið. Saadi-ættin missti stjórn borganna fljótlega eftir lát al-Mansurs.

Eftir lát al-Mansurs tókust tveir synir hans á um völdin; Zidan Abu Maali sem ríkti yfir Marrakesh og Abou Fares Abdallah sem ríkti í Fes.


Fyrirrennari:
Abd al-Malik
Soldán Marokkó
(1578 – 1603)
Eftirmaður:
Zidan Abu Maali og Abou Fares Abdallah


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.