Afródíta

grísk gyðja ástar og fegurðar
(Endurbeint frá Afrodíta)

Afródíta (gríska: Αφροδίτη (íslenska: „gefin úr sjófroðunni“) er gríska gyðja ástar og fegurðar.

Afródíta á 19. aldar málverki William-Adolphe Bouguereau, „Fæðing Venusar

Sköpun

breyta

Gyðjan Gaja (móðir Jörð) var talin vera móðir alls lífs á jörðinni. Gaja og Úranos, himinninn, áttu saman mikið magn af börnum sem síðar voru kölluð Títanar.

Ókeanos var Títan, guð hafsins sem umlykur jörðina, einnig Teþys, systir hans og eiginkona.

Fyrsti sólarguðinn var Títaninn Hyperíon og systir hans og kona, Þeia. Mánagyðjur- og guðir voru Föbe og Kojos. Þemis var einnig Títan, guð réttlætis. Mnemosyne var gyðja minnis, svo voru einnig Krónos, Rhea, Kríos, og Japetos. Samtals voru þau 12 systkinin.

En Úranos hræddist styrk barna sinna. Sagan segir að Kaos hafi verið steypt af stóli af syni sínum, Erebosi og honum síðar af sínum börnum, og Úranos óttaðist að það gæti gerst líka fyrir sig.

Hann geymdi því börn sín neðanjarðar, fest með keðjum í svörtu hellum Tartarosar.

Þetta reiddi Gaju og lagði hún á ráðin með börnum sínum gegn Úranosi. Sá yngsti, Krónos, réðst að föður sínum og geldi hann. Þegar hann henti afskornum kynfærum föður síns í sjóinn, gaus upp mikil sjófroða og var mikill gusugangur. Fæddi þetta atvik af sér Afródítu, hina íðilfögru gyðju losta og ástar.

Einnig féllu dropar af blóði Úranosar á jörðina og þar spruttu fram verur er kallast Erinjur eða refsinornir, sem hrella huga glæpamanna.

Heimild

breyta
  • Mills, Alice (ritstj.) (2003). Mythology: Myths, Legends, & Fantasies. Global Book Publishing. ISBN 1-74048-091-0.

Tenglar

breyta