Rhea
Rhea eða Hrea (á grísku Ῥέα) var í grískri goðafræði dóttir Úranosar og af kynslóð Títana. Hún giftist bróður sínum Krónosi. Bjargaði yngsta barninu þeirra, Seifi, þegar Krónos ætlaði að borða barnið. Krónos gleypti stein vafinn í ungbarnareifar í stað barnsins.
