Adam Curtis (f. 1955) er breskur heimildarmyndagerðarmaður sem nú starfar hjá bresku sjónvarpsstöðinni BBC. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir heimildarmyndir sínar, sem taka skýra afstöðu til umfjöllunarefnisins og verða oft mjög umdeildar.

Adam Curtis staddur á San Francisco International Film Festival árið 2005

Myndir eftir Adam Curtis

breyta
  • Pandora’s Box (1992): Þessi þáttaröð fjallar um hversu varhugaverð tækniveldi og hugmyndafræði skynsemishyggju getur verið. Curtis vann til BAFTA-verðlaunanna fyrir vikið.
  • The Living Dead (1995): Myndin fjallar um valin tilvik þar sem stjórnmálamenn og aðrir hafa breytt sögunni sér til framdráttar.
  • The Way of the Flesh (1997): Myndin segir frá Henrietta Lacks, konu sem dó úr krabbameini árið 1951 en leyfði lækni að taka frumusýni úr illkynja æxlinu og viðhalda þeim með frumuskiptingu. Til þess að hægt væri að rannsaka krabbamein.
  • It Felt Like A Kiss (2009)
  • All Watched Over By Machines of Loving Grace (2011)

Tenglar

breyta