Abies forrestii

(Endurbeint frá Abies ferreana)

Abies forrestii er sígrænt tré af þallarætt. Hann er einlendur í Kína. Hann var nefndur eftir grasafræðingnum George Forrest (1873-1932) sem uppgötvaði tegundina í Yunnan.

Abies forrestii
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. forrestii

Tvínefni
Abies forrestii
Coltm.-Rog.
Samheiti
  • Abies chengii Rushforth
  • Abies delavayi var. forrestii (Coltm.-Rog.) A.B.Jacks.
  • Abies georgei Hand.-Mazz.

Lýsing breyta

Abies forrestii getur náð 20 metra hæð. Börkurinn er dökkgrár og flettist af. Sprotarnir eru hærðir, rauðbrúnir tilbrúnir, og dökkna með aldri, Eftir tvö eða þrjú ár eru þeir orðnir dökkgráir. Brumin eru kvoðuborin, kúlu- til egglaga.[2] Barrnálarnar raðast eins og kambur á greinunum, 1,5 til 4, oftast þó 2 til 3 sm langar og 2 til 2,5 mm breiðar. Undir nálunum eru tvær breiðar loftaugarákir, og á jaðrinum eru kvoðurásir.[2] Hann blómgast í maí. Könglarnir eru 7 til 12 sm langir og 3,5 til 6 breiðir, sívalir eða sljótt-sívalir. Óþroskaðir eru þeir dökk fjólublábrúnir til svarbrúnir. Fræin eru um 1 sm löng, með ljósbrúnum til rauðbrúnum, breiðfleyglaga væng. Fræið þroskast í október til nóvember.[2]

Útbreiðsla breyta

Abies forrestii vex í vestur Kína (suðvestur Sichuan, austurhluta Xizang og norðvestur Yunnan).[2]

Hann kemur fyrir í fjöllum í 2500 til 4200 metra hæð, í svölu og röku loftslagi með 1000 til 2000 mm úrkomu. Abies forrestii er þar oft sú tegund sem vex upp að trjálínu, en er þar einnig í bland við Picea likiangensis, Larix potaninii og Tsuga dumosa, neðar vex hann með lauftrjám eins og Betula albosinensis, hlyn (Acer) og reyni (Sorbus).[3]

Flokkun breyta

Abies forrestii er í undirættkvíslinni Pseudopicea og þar í deildinni Delavayianae. Honum var gefið nafnið 1919 af Charles Coltman-Rogers í Gardeners’ Chronicle.[2] Á sama ári, nokkrum mánuðum síðar var honum lýst undir sama nafni af William Grant Craib.[4]Abies forrestii var áður talinn sem afbrigði af (Abies delavayi) sem hann líkist: Abies delavayi var. forrestii (Coltm.-Rog.) A.B.Jacks.

Afbrigði breyta

Abies forrestii skiftist í eftirfarandi afbrigði:[5]

  • Abies forrestii var. chengii (Rushforth) Silba. samnefni Abies chengii [5]Rushforth
  • Abies forrestii var. ferreana (Bordères et Gaussen) Farjon et Silba. Samnefni eru Abies chayuensis W.C.Cheng et L.K.Fu, Abies ferreana Bordères et Gaussen, Abies rolii Bordères et Gaussen og Abies yuana Bordères et Gaussen
  • Abies forrestii var. georgei (Orr) Farjon. samnefni Abies georgei Orr
  • Abies forrestii var. smithii R.Vig. et Gaussen

Tilvísanir breyta

  1. Zhang, D.; Katsuki, T. & Rushforth, K. (2013). "Abies forrestii". The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42283A2969622. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42283A2969622.en. Retrieved 16 December 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 Liguo Fu, Nan Li, Thomas S. Elias, Robert R. Mill: Abies. In: Wu Zheng-yi, Peter H. Raven (Hrsg.): Flora of China. Volume 4: Cycadaceae through Fagaceae. Science Press/Missouri Botanical Garden Press, Beijing/St. Louis 1999, ISBN 0-915279-70-3, S. 11 (englisch). online.
  3. Christopher J. Earle. „Abies forrestii“. The Gymnosperm Database (englisch). Sótt 14. janúar 2011.
  4. „Abies forrestii“. Germplasm Resources Information Network (english). Sótt 14. janúar 2011.[óvirkur tengill]
  5. 5,0 5,1 „Abies forrestii“. The Plant List (english). Afrit af upprunalegu geymt þann 15. júní 2021. Sótt 14. janúar 2011.

Heimildir breyta

  • Christopher J. Earle. „Abies forrestii“. The Gymnosperm Database (english). Sótt 14. Januar 2011.
  • Liguo Fu, Nan Li, Thomas S. Elias, Robert R. Mill: Abies. In: Wu Zheng-yi, Peter H. Raven (Hrsg.): Flora of China. Volume 4: Cycadaceae through Fagaceae. Science Press/Missouri Botanical Garden Press, Beijing/St. Louis 1999, ISBN 0-915279-70-3, S. 11 (englisch). online.
  • Gordon Cheers (Hrsg.): Botanica. Das ABC der Pflanzen. 10.000 Arten in Text und Bild. Könemann, Köln 2003, ISBN 3-8331-1600-5.
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.