Abies chengii er sígrænt tré af þallarætt sem er einlent í Kína.

Abies chengii

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. chengii

Tvínefni
Abies chengii
Rushforth
Samheiti

Abies forrestii var. chengii (Rushforth) Silba

Lýsing

breyta

Abies chengii er sígrænt tré, sem verður 20 metra hátt eða meira. Grár börkurinn er fyrst sléttur og svo sprunginn í eldri trjám. Sprotarnir eru hárlausir, fyrst mahoníbrúnir, og svo rauðgulbrúnir. Brumin eru keilulaga til egg-keilulaga, 3 mm. Þau eru ljós brún á litinn og með trjákvoðu. Barrið er undið neðst, 1,5 til 6 cm langt og 2,5 til 3 mm á breidd. Nálin er á efri hlið er gljáandi dökk grænt. Á nálinni neðanverðri sjást tvær ljósgrænar til grænhvítar loftaugarásir. Nálarnar liggja í V-lögun á greinum. Könglarnir eru egglaga til sívalir, 6 til 9 sm langir, fjólubláir óþroskaðir, og verða brúnir við þroska.[1]

Útbreiðsla

breyta

Náttúrulegt útbreiðslusvæði er ekki að fullu þekkt, utan að það er í Yunnan í Kína. Í raun er tegundin aðeins þekkt af nokkrum trjám sem eru í trjásafni í Englandi.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 J. Silba: . In: . Band 68, Nr. 1, 1990, ISSN 0031-9430[óvirkur tengill], S. 7–78. Seite 17 auf biodiversitylibrary.org
  • Rushforth, K. (1983). Abies chengii - A Previously Overlooked Chinese Silver Fir. Notes Roy. Bot. Gard. Edinb. 41 (2): 333-338.
   Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.