Aþenajos (gríska Αθηναιος Athenaios; uppi um 200) var grískur rithöfundur. Hann er stundum kallaðir Aþenajos frá Nákratis vegna þess að hann fæddist og starfaði í Nákratis í Egyptalandi.

Deipnosophistae, 1535

Lítið er vitað um Aþenajos annað en það sem lesa má í varðveittum ritum hans. Aþenajos samdi að minnsta kosti tvö verk sem eru ekki varðveitt en hans er einkum minnst fyrir ritsafnið Deipnospekingarnir eða Deipnosophistae. Verkið er skrifað í formi samræðu þar sem ýmsar persónur deila um margvísleg málefni. Munaður, mataræði, heilsa, kynlíf, tónlist, kímnigáfa og grísk orðabókagerð eru allt efni sem tekin eru til umfjöllunar en mest er fjallað um mat, vín og skemmtun (af þeim sökum er verkið stundum nefnt Vitringaveislan).

Án verka Aþenajosar myndi skorta mikilvægar upplýsingar um fornöldina og mörg grísk skáld væru ekki þekkt (þeirra á meðal Arkilokkos). 13. bók Deipnoskepkinganna er ein mikilvægasta heimildin um kynferði í Grikklandi hinu forna.

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Athenaeus“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. mars 2006.
  • Gulick, C.B. (ritstj.) Athenaeus: The Deipnosophists, 7 bindi (Cambridge, Mass.: Harvard University Press, 1927-41).
  • Braund, David og Wilkins, John (ritstj.), Athenaeus and his world: reading Greek culture in the Roman Empire (Exeter: University of Exeter Press, 2000).
   Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.