Aðalból (Hrafnkelsdal)
(Endurbeint frá Aðalból (Norður-Múlasýsla))
Aðalból er bær í Hrafnkelsdal (í gamla Jökuldalshreppi) í Norður-Múlasýslu. Aðalból er meðal þeirra bæja sem lengst eru frá sjó á Íslandi. Þaðan eru um 100 km í botn Héraðsflóa en um 60 km í botn Berufjarðar. Bærinn er þekktur úr Hrafnkels sögu Freysgoða. Þar reisti Hrafnkell Hallfreðarson bú, gerðist höfðingi og hafði goðorð yfir Hrafnkelsdal og Jökuldal.

