Hrafnkels saga Freysgoða

Hrafnkels saga Freysgoða (eða Hrafnkatla) er Íslendingasaga og er frægust allra Austfirðinga sagna. Um Hrafnkels sögu hefur verið meir og betur skrifað en aðrar Íslendinga sögur, að Njálu einni undanskilinni. Einar Pálsson hefur til dæmis skrifað um hana bókina: Heiðinn siður og Hrafnkels saga, sem kom út árið 1988.

Fyrsta síðan úr einu af helstu Hrafnkötluhandritunum, ÁM. 156, fol., frá 17. öld.

Boðskapur Hrafnkels sögu

breyta

Sumir líta svo á að skilja beri söguna þannig að maður eigi að drepa óvin sinn þegar maður hefur tækifæri til þess. Ein af aðalsögupersónunum í Hrafnkels sögu, Sámur, þyrmir lífi Hrafnkels, þegar hann hefur tækifæri til að ganga frá honum, og koma þannig veg fyrir að hann nái valdi sínu aftur. En af því að hann gefur honum líf nær Hrafnkell sínu fyrra valdi aftur og tekur hann í rekkju á Aðalbóli og segir við hann:

 
"Nú er svo komið kosti þínum, Sámur, að þér mundi ólíklegt þykja fyrir stundu, að eg á nú vald á lífi þínu. Skal eg nú eigi vera þér verri drengur en þú varst mér. Mun eg bjóða þér tvo kosti: að vera drepinn - hinn er annar, að eg skal einn skera og skapa okkar í milli."
 

Sámur velur lífið, og þar við situr, hann fær enga eftir það til að reyna að rétta hlut sinn, og „[f]ékk hann aldrei uppreist móti Hrafnkeli, meðan hann lifði.“

Tenglar

breyta
   Þessi bókmenntagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.