4 (Beyoncé plata)
4 er fjórða breiðskífa bandarísku söngkonunnar Beyoncé. Platan var gefin út 24. júní 2011 af Parkwood Entertainment og Columbia Records. Eftir hlé á ferli sínum til að kveikja sköpunargáfu sína á ný, fékk Beyoncé innblástur til að búa til plötu með grunn í hefðbundnum ryþmablús, sem var ólík popptónlist samtímans. Samstarf hennar við lagahöfundana og upptökustjórana The-Dream, Tricky Stewart og Shea Taylor leiddi af sér mildari tóna, fjölbreyttan söngstíl og áhrif frá fönki, hipphoppi og sálartónlist.
4 | ||||
---|---|---|---|---|
Breiðskífa eftir | ||||
Gefin út | 24. júní 2011 | |||
Tekin upp | Mars 2010 – maí 2011 | |||
Hljóðver | ||||
Stefna | ||||
Lengd | 46:28 | |||
Útgefandi |
| |||
Stjórn |
| |||
Tímaröð – Beyoncé | ||||
| ||||
Smáskífur af 4 | ||||
|
Eftir að Beyoncé sleit faglegum tengslum við föður og umboðsmann sinn, Mathew Knowles, gat hún breytt tónlistarstefnunni burt frá fyrri verkum sínum og í átt að innilegri og persónulegri plötu. Textasmíð 4 leggur áherslu á einkæri, valdeflingu kvenna og sjálfsígrundun, sem er afleiðing af því að Beyoncé íhugaði þroskaðri boðskap til að sýna fram á listrænan trúverðugleika. Í maí 2011 sendi Beyoncé inn 72 lög til Columbia Records til athugunar og 12 þeirra voru gefin út á hefðbundnu útgáfu plötunnar.
4 var kynnt um mitt ár 2011 með flutningi í sjónvarpi og á tónlistarhátíðum, en hún var aðalflytjandi á Glastonbury-hátíðinni. Platan fékk almennt jákvæða dóma frá tónlistargagnrýnendum og nokkur tónlistartímarit settu plötuna á lista sína yfir bestu plötur árins. 4 var fjórða plata hennar í röð til að fara beint á toppinn á bandaríska Billboard 200 vinsældarlistanum og hún komst einnig í fyrsta sæti í Brasilíu, Írlandi, Suður-Kóreu, Spáni, Sviss og Bretlandi. Af plötunni voru smáskífurnar „Run the World (Girls)“, „Best Thing I Never Had“, „Party“, „Love On Top“ og „Countdown“ gefnar út á alþjóðavísu. Á 55. Grammy-verðlaunahátíðinni vann „Love On Top“ verðlaun fyrir Best Traditional R&B Performance. Frá og með nóvember 2016 hefur 4 selst í 5 milljónum eintaka um allan heim.
Lagalisti
breytaLagalisti hefðbundnu útgáfu plötunnar:
- „1+1“
- „I Care“
- „I Miss You“
- „Best Thing I Never Had“
- „Party“ (ásamt André 3000)
- „Rather Die Young“
- „Start Over“
- „Love On Top“
- „Countdown“
- „End of Time“
- „I Was Here“
- „Run the World (Girls)“
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „4 (Beyoncé album)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. maí 2023.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Session Buzz: Who's Recording in & Around NYC — A Monthly Report — SonicScoop“. 21. apríl 2011.
- ↑ „4: Album“. beyonce.com. Afrit af uppruna á 15. september 2020. Sótt 14. ágúst 2020.
- ↑ Wood, Mikael. „Beyoncé, '4' (Columbia)“. Spin. Afrit af uppruna á 17. júlí 2022. Sótt 14. júlí 2022.
- ↑ Caramanica, Jon. „A Farewell (for Now) to Old Selves“. The New York Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. júlí 2011. Sótt 14. júlí 2022.