Guðný Böðvarsdóttir
Guðný Böðvarsdóttir (um 1147 – 7. nóvember 1221) var íslensk kona á 12. og 13. öld, dóttir Böðvars Þórðarsonar í Görðum á Akranesi. Hún giftist Hvamm-Sturlu 1160 og átti með honum fimm börn, dæturnar Helgu og Vigdísi og synina Þórð, Sighvat og Snorra Sturlusyni. Eftir lát Sturlu 1183 tók Guðný saman við Ara sterka Þorgilsson, en hann dó 1188.
Guðný bjó áfram í Hvammi um langt skeið en síðustu æviárin dvaldi hún í Reykholti og dó þar. Hún fóstraði Sturlu Þórðarson, sonarson sinn, og arfleiddi hann að eigum sínum en Snorri tók arfinn undir sig eftir lát hennar.