Þróunarland
Þróunarland er ríki sem er ekki eins iðnvætt og önnur lönd og hefur tiltölulega lágt HDI miðað við önnur lönd. Ekki er sátt um hvaða skilyrði þróunarlönd þurfa að uppfylla til að flokkast sem slík en oft er gripið til mælikvarða eins og landsframleiðslu. Frá tíunda áratugnum hafa mörg þróunarlönd sýnt meiri hagvöxt en þróuð lönd. Hugtakinu þróunarland á ekki að rugla saman við hugtakið vanþróuðustu löndin, sem hefur opinbera skilgreiningu hjá Sameinuðu þjóðunum.
Orðið þróunarland er umdeilt, enda það gefur í skyn að þróunarlönd séu að nokkru leyti undir þróuðum löndum, sem mörg ríki hafa mótmælt. Það gerir líka ráð fyrir vestrænu þróunarmódeli sem nokkur lönd á borð við Kúba og Bútan hafa valið að fylgja ekki. Stungið hefur verið upp á að nota mælikvarða eins og landshamingju (e. gross national happiness) í staðinn. Lönd sem eru einhvers staðar á milli stöðu þróunarlands og þróaðs lands flokkast oft sem nýiðnvædd lönd (e. newly-industrialised countries).
Árið 2016 ákvað Alþjóðabankinn að hætta að nota orðin þróunarland og þróað land þar sem engin almennileg skilgreining á hugtökunum liggur fyrir.
Tengt efni
breytaHeimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Developing country“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. desember 2016.