Þorsteinn Helgason
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Þorsteinn Helgason (fæddur 15. ágúst 1958 í Reykjavík) er íslenskur myndlistarmaður. Þorsteinn er menntaður arkitekt frá arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn og er meðeigandi á arkitektastofunni Ask arkitektar. Einnig nam hann myndlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í Myndlistar- og handíðaskóla Íslands.
Um listamanninn
breytaÞorsteinn hélt sínar fyrstu sýningar í Gallerí Borg í Reykjavík árið 1998 og hefur síðan sýnt jafnt og þétt á samsýningum og einkasýningum. Auk sýninga hér heima hafa verk hans verið sýnd í Lundúnum, Stokkhólmi og í New York. Málverk eftir Þorstein var eitt fimm íslenskra myndverka sem send voru í Winsor & Newton Millennium Painting Competition eftir forkeppni hérlendis og komst þar í úrslit. Verkið var á sýningu fyrirtækisins í Lundúnum og Stokkhólmi og var síðan sýnt í New York.[1]
Þorsteinn Helgason málar abstrakt málverk og það sem einkennir mörg þeirra eru fletir sem oftast eru í grunnlitunum, um er að ræða olíuverk á striga. Málverkin eru runnin af franska skólanum sem kom upp í París um 1950 og er stundum kenndur við tachisme eða art informel. Áherslan er á flæðið, bæði í pensilskrift og myndbyggingu. Þorsteinn hefur að mestu haldið sig við sama stílinn síðan hann sýndi fyrst árið 1988. „Þegar Þorsteinn hélt sínar fyrstu sýningar í Gallerí Borg árið 1998 mátti gjarnan lesa einhvers konar landslag í verkin, litirnir minntu oft á mold, gróður eða fjöll og sums staðar var jafnvel dreginn sjóndeildarhringur. Náttúran er enn einhvers staðar að baki í myndum hans en það varð þó fljótlega greinilegt að áhugi Þorsteins beinist fyrst og fremst að hinum innri lögmálum lita og forma, og hann beitir ýmsum aðferðum til að gæða þau lífi og leika við auga áhorfandans“ sagði Jón Proppé um verk Þorsteins árið 2009.[2]
Í nýjustu verkum Þorsteins eru formin orðin fastari en áður og hrynjandin í þeim þyngri. Litirnir eru einnig hreinni og þéttari en áður og mögulegt er að tengja þessa breytingu við áhrif úr arkitektúrnum en verkin eru samt sem áður enn lifandi á sinn hátt.[3] Verk eftir Þorstein eru í eigu ýmissa opinberra aðila og stærri fyrirtækja. Á meðal þeirra aðila og fyrirtækja eru: Umhverfisráðuneytið, Skýrr, Samband íslenskra sveitarfélaga, Arion banki, Baugur, Samskip og Skeljungur.[4]
Þetta hafði Þorsteinn að segja þegar hann var spurður út í verk sín sem sýnd voru í Gallerí Fold árið 2007 undir sýningarheitinu Frumvörp: „Ég nota svipaða aðferð við að mála málverkin og við að spila jazz. Ég læt tilfinninguna ráða, en í upphafi byrja ég með hvítan striga og enga ákveðna hugmynd um hvað ég vil mála. Frekar mála ég með tilfinningunum og gleymi mér í augnablikinu“.[5] Öll verkin á sýningunni voru nafnlaus en Þorsteinn gerir það gjarnan til þess að leyfa áhorfandanum að túlka málverkið eftir sínum eigin tilfinningum án þess að láta nafngiftina hindra sig.[6] [7]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Þögul angist“. reykjavik art gallery. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2010. Sótt 12. mars 2013.
- ↑ formnatura. (PDF) [. http://www.formnatura.com/wp-content/uploads/2010/02/ThorsteinnHelgason_Syningarskra1.pdf . http://www.formnatura.com/wp-content/uploads/2010/02/ThorsteinnHelgason_Syningarskra1.pdf]. Sótt 2013.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp); Lagfæra þarf|url=
gildið (hjálp) - ↑ formnatura. (PDF) http://www.formnatura.com/wp-content/uploads/2010/02/ThorsteinnHelgason_Syningarskra1.pdf. Sótt 2013.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ formnatura. http://www.formnatura.com/?page_id=2. Sótt 2013.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ formnatura. http://www.formnatura.com/?page_id=193. Sótt 2013.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ formnatura. http://www.formnatura.com/?page_id=193. Sótt 2013.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp) - ↑ kvikmyndavefurinn. http://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1432. Sótt 2013.
{{cite web}}
:|title=
vantar (hjálp)
Heimildir
breyta- http://www.formnatura.com/?page_id=193 Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- http://www.formnatura.com/?page_id=2[óvirkur tengill]
- http://www.formnatura.com/wp-content/uploads/2010/02/ThorsteinnHelgason_Syningarskra1.pdf[óvirkur tengill]
- http://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1432
- Átök elds og ísa grein í Morgunblaðinu
- http://www.reykjavikartgallery.is/index.php?option=com_content&view=category&layout=blog&id=14&Itemid=15 Geymt 4 mars 2010 í Wayback Machine