Þolþjálfun eða þrekþjálfun er líkamsþjálfun sem á að auka þol og á oftast við um loftháða þjálfun. Andstæðan við þolþjálfun er styrktarþjálfun sem er oftast loftfirrð þjálfun. Að auka þol er samt flóknara en að æfa hjarta- og æðakerfið og vöðvaþol. Hægt er að skipta þoli í almennt þol og sérhæft þol. Í íþróttum tengist þol færni og tækni. Þol er gjarnan mælt með því að mæla hjartslátt, afl í hjólreiðum og hraða í hlaupum.

Hlaupaæfing í æfingabúðum í Sviss.

Þolþjálfun er undirstaða í mörgum íþróttum eins og langhlaupum (800 metra hlaupum og maraþonhlaupum til dæmis), hjólreiðum (sérstaklega götuhjólreiðum) og sundi. Þríþraut er samsett íþróttagrein þar sem keppt er í öllum þessum greinum. Aðrar þolíþróttagreinar eru til dæmis kappróður og skíðaganga. Þolþjálfun er líka notuð í öðrum greinum, eins og tennis, knattspyrnu og ruðningi. Þolþjálfun er líka vinsæl líkamsrækt til að auka almenna hreysti.

Ofþjálfun í þolþjálfun getur leitt til hjartsláttartruflana[1] og dregið úr testósteróni.[2][3]

Tilvísanir

breyta
  1. Potential Adverse Cardiovascular Effects From Excessive Endurance Exercise, O'Keefe et al, Mayo Clinic Proceedings, v. 87(6); June 2012
  2. Bennell, KL; Brukner, PD; Malcolm, SA (september 1996). „Effect of altered reproductive function and lowered testosterone levels on bone density in male endurance athletes“. British Journal of Sports Medicine. 30 (3): 205–8. doi:10.1136/bjsm.30.3.205. PMC 1332330. PMID 8889111.
  3. Hackney, AC (október 2008). „Effects of endurance exercise on the reproductive system of men: the 'exercise-hypogonadal male condition'“. Journal of Endocrinological Investigation. 31 (10): 932–8. doi:10.1007/bf03346444. PMID 19092301. S2CID 4706924.