Testósterón
Testósterón er kynhormón sem má finna í spendýrum, skriðdýrum, fuglum og öðrum hryggdýrum. Testósterón hefur efnaformúluna C19H28O2. Í hryggdýrum er testósterón framleitt í eistunum í karldýrum og í eggjastokknum í kvendýrum en lítið testósterón er líka framleitt í nýrnahettunum. Testósterón er aðalkynhormón í karldýrum.