Styrktarþjálfun eða mótstöðuþálfun er líkamsþjálfun sem gengur út á að auka líkamlegan styrk. Styrktarþjálfun fer oft fram með lóðum, en hægt er að nota eigin líkamsþyngd til að æfa styrk. Markviss styrktarþjálfun notar stigvaxandi álag á vöðvahópa með fjölbreyttum æfingum og æfingatækjum. Styrktarþjálfun er aðallega loftfirrð þjálfun, þótt til séu æfingakerfi (eins og stöðvaþjálfun) sem fela líka í sér loftháða þjálfun. Andstæðan við styrktarþjálfun er þolþjálfun, sem er að mestu loftháð þjálfun.

Maður æfir styrk í æfingastöð.

Markviss styrktarþjálfun getur aukið styrk vöðva, sina og liðbanda. Hún eykur líka beinþéttni, efnaskipti og hækkar mjólkursýruþröskuld líkamans. Styrktarþjálfun bætir líka virkni liðamóta og hjartans, og dregur úr hættu á meiðslum hjá íþróttafólki og öldruðum.[1][2]

Ofþjálfun í styrktarþjálfun getur leitt til álags á hjarta- og æðakerfið, veiklaðs ónæmiskerfis, svefntruflana og hormónatruflana. Í alvarlegum tilfellum getur rákvöðvarof (niðurbrot vöða) leitt til nýrnabilunar.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Zouita; og fleiri (2016). „Strength training reduces injury rate in elite young soccer players during one season“. The Journal of Strength & Conditioning Research. 30 (5): 1295–1307. doi:10.1519/JSC.0000000000000920.
  2. Skelton, D. A., & Beyer, N. (2003). „Exercise and injury prevention in older people“. Scandinavian journal of medicine & science in sports. 13 (1): 77–85. doi:10.1034/j.1600-0838.2003.00300.x.
  3. Lára Kristín Jónsdóttir (7.2.2019). „Hvað er ofþjálfun?“. Doktor.is.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.