800 metra hlaup er hlaupagrein þar sem keppt er í að hlaupa tvo hringi um staðlaða 400 metra langa hlaupabraut utandyra, eða 4 hringi um 200 metra hlaupabraut innandyra. 800 metra hlaup er stysta millilengdarhlaupið og hefur verið ólympíugrein frá upphafi. 800 metrarnir eru þekktir fyrir að vera taktísk hlaupagrein þar sem staða hlauparans innan hópsins sem myndast á innstu braut strax eftir fyrstu beygju, skiptir miklu máli fyrir niðurstöðuna. Oft vinnur því ekki hraðasti hlauparinn heldur sá sem er best staðsettur.

Keppni í 800 metra hlaupi karla á heimsmeistaramóti í Daegu 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.