Hjátrú er trú, sem stendur utan opinberra trúfélaga og er almennt ekki viðurkennd sem slík.

Alþjóðleg hjátrú

breyta

Hjátrú um föstudaginn 13

breyta

Algeng hjátrú er að þegar 13 dagur mánaðarins sem er jafnframt föstudagur sé óhappadagur. Þessi trú er útbreidd um allann heim. Dæmi um þetta í kristni er að í síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists voru 13 menn samankomnir og einn af þeim sem sveik Jesú var krossfestur. Annað dæmi í ásatrú er svipað dæmi, þar sem 13 manns voru samankomnir sem endaði með því að Baldur var drepinn. Misjafnt er eftir trúarbrögðum hver kenningargrundvöllurinn sé fyrir að föstudagurinn 13 sé óhappadagur.[1]

Huldufólk

breyta
 
Álfasteinn við íbúðargötu í Kópavogi

Á Íslandi

breyta

Fimmtíu og fjögur prósent Íslendinga telja að álfar séu til.[2] Trú á huldufólk á Íslandi tengjast náttúrunni og landslagi.[3] Álfatrú á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni. Á Íslandi hefur hjátrú Íslendinga lítið breyst á 30 árum.[4]

Á Írlandi

breyta

Á Írlandi er trúað á dverg sem gætir fjarsjóða og gerir álfum skó. Írar trúa jafnframt á aðrar smáverur sem hafa galdrahæfileika búa saman og gefa fólki gjafir og hæfileika.[5] Huldufólk eru jafnframt í skrúðgöngum í tengslum við hátíð Sankti Patreks.

Írsk hjátrú

breyta

Hjátrú um rauðhært fólk

breyta

Á Írlandi er ólánsmerki að mæta rauðhærðri konu. Talið er að þessi hjátrú hafi myndast vegna þess að Júdas var talinn rauðhærður en jafnframt var rauðhært fólk á þeim tíma mjög sjaldgæft.[6]

Tilvísanir

breyta
  1. Sævar Helgi Bragason. vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?“. Vísindavefurinn 13.5.2005. Skoðað 26. desember 2010
  2. „Hafa gaman af álfatrú Íslendinga“ á Vísi.is 17. nóvember 2009 (Skoðað 27. desember 2010).
  3. „Hafa gaman af álfatrú Íslendinga“ á Vísi.is 17. nóvember 2009 (Skoðað 27. desember 2010).
  4. Hjátrú Íslendinga breytist lítið[óvirkur tengill]
  5. Gísli Sigurðsson. „Hvað er leprechaun og hver er uppruni hans? Eiga sögur af honum einhverja stoð í raunveruleikanum?“. Vísindavefurinn 22.6.2007. Skoðað 26. desember 2010
  6. Símon Jón Jóhannsson. „Hvaða hjátrú er til um rauðhærða og annað rautt?“. Vísindavefurinn 1.8.2006. Skoðað þann 26. desember 2010

Tengt efni

breyta
   Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.