Fimmtudagur

vikudagur
(Endurbeint frá Þórsdagur)

Fimmtudagur er 5. dagur vikunnar og er nafnið komið út frá því. Dagurinn er á eftir miðvikudegi en á undan föstudegi. Á Íslandi til forna var dagurinn helgaður Þór og hét þá Þórsdagur. Svo er enn í dönsku, norsku og ensku, Torsdag og Thursday. Sum tungumál kenna daginn frekar við þrumuna, sem Þór stjórnaði. Það á við um þýskuna: Donnerstag og hollenskuna: Donderdag.